Veður

Á­fram hlýtt austan­til en svalara vestan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með hita tíu til tuttugu stigum á landinu í dag þar sem hlýjast verður eystra.
Reikna má með hita tíu til tuttugu stigum á landinu í dag þar sem hlýjast verður eystra. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag með léttskýjuðu og hlýju veðri á austanverðu landinu, en skýjuðu og svalara veðri vestanlands.

Fram eftir morgni má reikna með tíu til átján metrum á sekúndu á norðvestanverðu landinu en lægir svo.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það sé útlit fyrir svipuðu veðri á morgun, en þó öllu bjartara vestantil. Reikna má með hita tíu til tuttugu stigum á landinu í dag þar sem hlýjast verður eystra.

„Hæð fyrir sunnan land þokast austur næstu daga. Á miðvikudag er spáð hægri sunnanátt með lítilsháttar rigningu á Suðvestur- og Vesturlandi en áfram þurrki og hlýindum fyrir norðan og austan,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum vestanlands. Hiti 11 til 22 stig, hlýjast í innsveitum austantil.

Á miðvikudag: Fremur hæg suðlæg átt. Bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar væta á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Suðaustlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Áfram hlýtt í veðri.

Á föstudag: Sunnanátt og dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en síðdegisskúrir norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.

Á laugardag (lýðveldisdagurinn): Suðvestlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið suðaustantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt og víða smáskúrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×