Bitinn í kálfann á Akranesi: „Var bara í hálfgerðu áfalli“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 07:22 Káramenn birtu þessa mynd af bitsárinu á kálfa Hilmars Halldórssonar eftir leikinn við Kormák/Hvöt. Samsett/Kári Hilmari Halldórssyni, knattspyrnumanni á Akranesi, var ráðlagt af lækni að fá stífkrampasprautu í dag eftir að hafa verið bitinn af andstæðingi sínum í leik með Kára gegn Kormáki/Hvöt í 3. deild. Myndband af atvikinu má sjá í greininni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli,“ sagði Hilmar í samtali við Vísi í gærkvöld, eftir að hafa verið bitinn af Alberto Sánchez, leikmanni Kormáks/Hvatar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir tuttugu mínútna leik og var Sánchez rekinn af velli, sem og Marinó Hilmar Ásgeirsson liðsfélagi Hilmars sem ýtti Sánchez í burtu. ÍA TV sýndi frá leiknum. Klippa: Bitið á Akranesi „Við vorum ekkert búnir að vera í neinum slag, bara að kljást á kantinum. Svo lendum við í þessu návígi þarna í teignum, hann er á undan í boltann og ég brýt á honum. Aukaspyrna eðlilega dæmd. Aldrei óraði mig fyrir því þegar við lágum þarna að hann færi að bíta mig í kálfann,“ segir Hilmar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli. Marinó Hilmar, liðsfélagi minn, stóð ofan í þessu og sem betur fer stökk hann beint á manninn og reif hann af mér,“ bætir hann við. „Ekkert annað en líkamsárás“ Hilmar leitaði ráða hjá lækni eftir atvikið og segist vonast til þess að Sánchez fái langt bann vegna hegðunar sinnar, en það er í höndum aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að segja til um það og fundar hún næst á morgun. „Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Ég hafði samband við vakthafandi lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hann ráðlagði mér að koma í stífkrampasprautu. Maður veltir fyrir sér hvort þetta eigi að fara eitthvað lengra þar sem þetta er auðvitað ekkert annað en líkamsárás í mínum huga. Vonandi fær hann að minnsta kosti langt bann því ég held að enginn vilji láta svona vitleysu viðgangast á fótboltavellinum,“ segir Hilmar. Alls fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft í Akraneshöllinni í gær, og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Í seinni hálfleiknum fékk nefnilega Teitur Pétursson, titlaður liðsstjóri á bekknum hjá Kára, rautt spjald og seint í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Kormáks/Hvatar rautt, þeir Ismael Moussa Yann Trevor og Mateo Climent Rodriguez. Eftir leikinn er Kormákur/Hvöt í 4. sæti með 13 stig en Kári í 7. sæti með átta stig. Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
„Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli,“ sagði Hilmar í samtali við Vísi í gærkvöld, eftir að hafa verið bitinn af Alberto Sánchez, leikmanni Kormáks/Hvatar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir tuttugu mínútna leik og var Sánchez rekinn af velli, sem og Marinó Hilmar Ásgeirsson liðsfélagi Hilmars sem ýtti Sánchez í burtu. ÍA TV sýndi frá leiknum. Klippa: Bitið á Akranesi „Við vorum ekkert búnir að vera í neinum slag, bara að kljást á kantinum. Svo lendum við í þessu návígi þarna í teignum, hann er á undan í boltann og ég brýt á honum. Aukaspyrna eðlilega dæmd. Aldrei óraði mig fyrir því þegar við lágum þarna að hann færi að bíta mig í kálfann,“ segir Hilmar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli. Marinó Hilmar, liðsfélagi minn, stóð ofan í þessu og sem betur fer stökk hann beint á manninn og reif hann af mér,“ bætir hann við. „Ekkert annað en líkamsárás“ Hilmar leitaði ráða hjá lækni eftir atvikið og segist vonast til þess að Sánchez fái langt bann vegna hegðunar sinnar, en það er í höndum aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að segja til um það og fundar hún næst á morgun. „Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Ég hafði samband við vakthafandi lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hann ráðlagði mér að koma í stífkrampasprautu. Maður veltir fyrir sér hvort þetta eigi að fara eitthvað lengra þar sem þetta er auðvitað ekkert annað en líkamsárás í mínum huga. Vonandi fær hann að minnsta kosti langt bann því ég held að enginn vilji láta svona vitleysu viðgangast á fótboltavellinum,“ segir Hilmar. Alls fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft í Akraneshöllinni í gær, og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Í seinni hálfleiknum fékk nefnilega Teitur Pétursson, titlaður liðsstjóri á bekknum hjá Kára, rautt spjald og seint í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Kormáks/Hvatar rautt, þeir Ismael Moussa Yann Trevor og Mateo Climent Rodriguez. Eftir leikinn er Kormákur/Hvöt í 4. sæti með 13 stig en Kári í 7. sæti með átta stig.
Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira