Börnin tala lítið en eru á batavegi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2023 20:32 Forseti landsins heimsótti börnin í gær. AP Börnin fjögur, sem fundust í Amazon regnskóginum eftir fjörutíu daga leit, hittu ættingja sína á sjúkrahúsi í Bogotá í gærkvöldi. Þau eru veikburða og tala lítið sem ekkert en hafa greint frá því að týndur hundur hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Gleðistund ríkti á sjúkrahúsinu í gær þegar systkinin fjögur hittu ættingja sína aftur eftir fjörutíu daga lífsbaráttu í skóginum. Barnanna hafði verið leitað frá því að flugvél fórst þann fyrsta maí með þeim afleiðingum að móðir barnanna, ættingi og flugstjóri vélarinnar fórust. Geta ekki neytt matar Börnin voru flutt veikburða á sjúkrahús þar sem forseti Kólumbíu heimsótti þau í dag ásamt varnarmálaráðherra landsins. „Börnin eru á batavegi og fá vökva í æð samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Aðstæður þeirra voru afar erfiðar og þau geta ekki enn neytt matar með hefðbundnum hætti,“ segir Iván Velásquez, varnarmálaráðherra Kólumbíu. Langt baraferli er framundan hjá systkinunum sem eru einungis ellefu mánaða, fjögurra, níu og þrettán ára. „Líðan eins árs stúlkunnar er stöðug. Hún er sú sem krefst mestrar athygli út frá næringarsjónarmiðum. Við munum hefja þetta ferli með þverfaglegu teymi og fjölskyldunni. Ferlið er ekki stutt heldur miðlungs- til langs tíma,“ segir Carlos Rincon Arango, aðstoðarlækningaforstjóri hersjúkrahússins. Afinn hitti barnabörnin Afi barnanna heimsótti þau á sjúkrahúsið í dag og sagði börnin glöð að sjá loks ættingja. Hann vonar að líf þeirra verði bærilegra með hverjum deginum. „Ég hitti barnabörnin mín. Þau eru á lífi en eru dálítið veikburða. Ég veit að þau eru í góðum höndum á sjúkrahúsinu. Ég veit að allt mun fara vel. Við munum heimsækja þau sem oftast. Það tekur sinn tíma fyrir þau að ná heilsu aftur,“ Fidencio Valencia, afi barnanna. Dásamlegt að sjá þau leika sér Börnin tala ekki mikið en hafa greint frá því að hundur, sem greinilega var týndur, hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Sérfræðingur sem veitir þeim áfallahjálp segir að þrátt fyrir að þau tjái sig lítið langi þau til að leika sér. „Það er dásamlegt að sjá barn leika sér. Þau tala ekki enn eins mikið og maður vildi. Við skulum gefa þeim meiri tíma,“ Astrid Caceres, forstöðumaður Fjölskylduverndarstofnunar Kólumbíu. Kólumbía Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Gleðistund ríkti á sjúkrahúsinu í gær þegar systkinin fjögur hittu ættingja sína aftur eftir fjörutíu daga lífsbaráttu í skóginum. Barnanna hafði verið leitað frá því að flugvél fórst þann fyrsta maí með þeim afleiðingum að móðir barnanna, ættingi og flugstjóri vélarinnar fórust. Geta ekki neytt matar Börnin voru flutt veikburða á sjúkrahús þar sem forseti Kólumbíu heimsótti þau í dag ásamt varnarmálaráðherra landsins. „Börnin eru á batavegi og fá vökva í æð samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Aðstæður þeirra voru afar erfiðar og þau geta ekki enn neytt matar með hefðbundnum hætti,“ segir Iván Velásquez, varnarmálaráðherra Kólumbíu. Langt baraferli er framundan hjá systkinunum sem eru einungis ellefu mánaða, fjögurra, níu og þrettán ára. „Líðan eins árs stúlkunnar er stöðug. Hún er sú sem krefst mestrar athygli út frá næringarsjónarmiðum. Við munum hefja þetta ferli með þverfaglegu teymi og fjölskyldunni. Ferlið er ekki stutt heldur miðlungs- til langs tíma,“ segir Carlos Rincon Arango, aðstoðarlækningaforstjóri hersjúkrahússins. Afinn hitti barnabörnin Afi barnanna heimsótti þau á sjúkrahúsið í dag og sagði börnin glöð að sjá loks ættingja. Hann vonar að líf þeirra verði bærilegra með hverjum deginum. „Ég hitti barnabörnin mín. Þau eru á lífi en eru dálítið veikburða. Ég veit að þau eru í góðum höndum á sjúkrahúsinu. Ég veit að allt mun fara vel. Við munum heimsækja þau sem oftast. Það tekur sinn tíma fyrir þau að ná heilsu aftur,“ Fidencio Valencia, afi barnanna. Dásamlegt að sjá þau leika sér Börnin tala ekki mikið en hafa greint frá því að hundur, sem greinilega var týndur, hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Sérfræðingur sem veitir þeim áfallahjálp segir að þrátt fyrir að þau tjái sig lítið langi þau til að leika sér. „Það er dásamlegt að sjá barn leika sér. Þau tala ekki enn eins mikið og maður vildi. Við skulum gefa þeim meiri tíma,“ Astrid Caceres, forstöðumaður Fjölskylduverndarstofnunar Kólumbíu.
Kólumbía Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira