Íslenski boltinn

„Ég er pínu hissa á hennar hlutverki núna“

Jón Már Ferro skrifar
Breiðablik og Stjarnan skildu jöfn 1-1. Bæði lið voru gagnrýnd fyrir að vera of passív.
Breiðablik og Stjarnan skildu jöfn 1-1. Bæði lið voru gagnrýnd fyrir að vera of passív. Vísir/Vilhelm

„Breiðablik hefur oft fundið einhvern neista og viljað spila svona leiki. Þegar maður horfði á liðið í dag var svolítið eins og þær séu að koðna. Hvað sem veldur því. Þær voru ósáttar með að vera ekki spáð topp sæti. Sýndu það þá, þú ert á heimavelli. Við hvað ertu hræddur?“ segir Helena Ólafssdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna.

Ásmundur Arnarsson er þjálfari Breiðabliks. Hann sætti gagnrýni hjá sérfræðingum þáttarins.

„Hann sem þjálfari á að vera hrokafullari og ætla sér að vinna leikinn. Mér fannst það alls ekki sjáanlegt í kvöld,“ segir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðinga þáttarins.

Helena gagrýnir að skiptingar Breiðabliks hafi komið seint í leiknum. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu rétt fyrir lok leiksins. Helena hefði viljað fá Birtu Georgsdóttur, kantmann Blika, fyrr inn á.

Klippa: Bestu mörkin: Breiðablik og Stjarnan of passív

„Birta spilaði frábærlega í vor. Hún átti líka frábærar rispur í fyrra. Ég er pínu hissa á hennar hlutverki núna,“ segir Helena.

Undir þetta tekur Bára.

„Já ég er sammála því. Hún var að leysa framherja stöðuna fyrstu leikina en svo datt hún út úr liðinu þegar Katrín var klár. Það hefur alltaf komið lang mest frá henni á kantinum. Nú eru miðjumenn á köntunum í báðum liðum,“ segir Bára.

„Það hafði enginn hugrekkið í að taka þrjú stig. Bæði lið voru passív og frekar hrædd heldur en hitt og því fór sem fór. Jafnteflið gefur hvorugu liðinu nokkuð,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur þáttanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×