Margrét Lára segir pressu FH vera unaðslega Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 18:00 Kvennalið FH leggur mikið upp úr því að pressa andstæðinginn hátt á vellinum. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að vera nýliði í Bestu deild kvenna þá er FH óhrætt við að pressa mjög hátt á móti andstæðingum sínum. „Það verður að hrósa FH. Þær voru gríðarlega vel undirbúnar og pressan þeirra í fyrri hálfleik var unaðsleg,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, einn sérfræðinga Bestu markanna. Þegar Margrét talar þá er best að hlusta enda er hún markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 79 mörk. Einnig skoraði hún yfir 200 mörk í efstu deild á Íslandi og tæplega 400 mörk í öllum keppnum. Ekki er verra þegar Helena Ólafsdóttir tjáir sig um fótbolta enda gríðarlega farsæl á sínum tíma með yfir hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hún tók undir orð Margrétar. Klippa: Pressa FH-inga gegn Selfoss „Þær eru að leysa þetta virkilega vel og þetta er greinilega vel æft. Þær spiluði mikið svona í fyrra. Þær eru ekkert að finna upp hjólið á þessu ári,“ segir Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir leggja mikið upp úr því að leikmenn sínir vinni boltann ofarlega á vellinum til að vera sem næst markinu þegar sóknin byrjar. „Þetta var einmitt svo vel lesið hjá þjálfarateyminu, Guðna og Hlyn. Þær eru að mæta svolítið særðu liði Selfoss og þær keyrðu bara yfir þær. Sérstaklega í fyrri hálfleiknum,“ segir Margrét Lára. Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Faiena og Esther Rós Arnarsdóttir voru frábærar inni á miðjunni fyrir FH. Valgerður Ósk Valsdóttir var öftust á miðjunni og stýrði þeim fyrrnefndu í pressunni. „Elísa Lana var gríðarlega öflug. Það sem hún hljóp og djöflaðist. Shaina og Esther. Þær koma á svo miklum ákafa,“ segir Margrét Lára að endingu. Næsta umferð Bestu deildar kvenna hefst á mánudag með Þórs/KA gegn Selfossi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Áttunda umferðin klárast svo á þriðjudaginn með fjórum leikjum. Að þeim loknum verða Bestu mörkin á sínum stað. Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
„Það verður að hrósa FH. Þær voru gríðarlega vel undirbúnar og pressan þeirra í fyrri hálfleik var unaðsleg,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, einn sérfræðinga Bestu markanna. Þegar Margrét talar þá er best að hlusta enda er hún markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 79 mörk. Einnig skoraði hún yfir 200 mörk í efstu deild á Íslandi og tæplega 400 mörk í öllum keppnum. Ekki er verra þegar Helena Ólafsdóttir tjáir sig um fótbolta enda gríðarlega farsæl á sínum tíma með yfir hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hún tók undir orð Margrétar. Klippa: Pressa FH-inga gegn Selfoss „Þær eru að leysa þetta virkilega vel og þetta er greinilega vel æft. Þær spiluði mikið svona í fyrra. Þær eru ekkert að finna upp hjólið á þessu ári,“ segir Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir leggja mikið upp úr því að leikmenn sínir vinni boltann ofarlega á vellinum til að vera sem næst markinu þegar sóknin byrjar. „Þetta var einmitt svo vel lesið hjá þjálfarateyminu, Guðna og Hlyn. Þær eru að mæta svolítið særðu liði Selfoss og þær keyrðu bara yfir þær. Sérstaklega í fyrri hálfleiknum,“ segir Margrét Lára. Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Faiena og Esther Rós Arnarsdóttir voru frábærar inni á miðjunni fyrir FH. Valgerður Ósk Valsdóttir var öftust á miðjunni og stýrði þeim fyrrnefndu í pressunni. „Elísa Lana var gríðarlega öflug. Það sem hún hljóp og djöflaðist. Shaina og Esther. Þær koma á svo miklum ákafa,“ segir Margrét Lára að endingu. Næsta umferð Bestu deildar kvenna hefst á mánudag með Þórs/KA gegn Selfossi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Áttunda umferðin klárast svo á þriðjudaginn með fjórum leikjum. Að þeim loknum verða Bestu mörkin á sínum stað.
Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00