Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 10:43 Úkraínskir hermenn á skriðdreka í austurhluta landsins. Þetta er ekki Leopard skriðdreki. AP/Iryna Rybakova Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. Síðustu daga hafa Úkraínumenn verið að gera árásir nærri Velyka Novosilka í Dónetsk-héraði. Í gær hófust svo umfangsmiklar vestar í Sapórisjía-héraði, suður af bænum Orikhiv. 3/ Russian and Ukrainian sources reported explosions in occupied territories in #Zaporizhia and #Donetsk oblasts on June 7. https://t.co/W6mPtd0HgQ pic.twitter.com/uhRdZeQM1j— ISW (@TheStudyofWar) June 8, 2023 Fregnir hafa borist af því að þýskir Leopard skriðdrekar hafi verið notaðir til árása í gær og hafa Rússar birt drónamyndir sem virðast sýna nokkra slíka skriðdreka sem hafa orðið fyrir skemmdum eða verið grandað í árásum stórskotaliðs. Nánast allar fregnir af sókn Úkraínumanna koma frá rússneskum herbloggurum og rússneska varnarmálaráðuneytinu, þar sem Úkraínumenn hafa lýst yfir algjöru samskiptabanni. Í umfjöllun rússneskra herbloggara hallar töluvert á Úkraínumenn. Þessar myndir munu hafa verið teknar nærri Orikhiv í gær. Fyrr í gær var birt mynd á samfélagsmiðlum í Rússlandi sem átti að sýna ónýtan Leopard skriðdreka. Henni hafði verið breytt. Russian Sources have released Drone Images that reportedly show the Ukrainian Offensive yesterday near the City of Orikhiv in the Zaporizhzhia Region, in the Photos there appears to be at least 2 German-Produced Leopard 2 Tanks alongside a number of APCs including American M113 pic.twitter.com/V5e41pQY9A— OSINTdefender (@sentdefender) June 8, 2023 Einnig eru bardagar sagðir eiga sér stað nærri Bakhmut í Dónetsk-, þar sem Úkraínumenn eru sagðir hafa náð nokkrum árangri. Sapórisjía er mikilvægt hérað Sérfræðingar hafa lengi talið Úkraínumenn líklega til að reyna að sækja til suðurs í Dónetsk og Sapórisjía, með því markmiði að skera á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga. Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Bæði héruðin eru meðal þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega. Þó Úkraínumenn virðist hafa lagt meira púður í árásir í Sapórisjía er enn of snemmt að segja að meginþungi árása þeirra verði þar. Úkraínumenn hafa í vetur byggt upp ný stórfylki, sem eru að mestu skipuð kvaðmönnum búnum vestrænum vopnum og skrið- og bryndrekum. Þessar sveitir eru þó óreyndar og hafa það erfiða verkefni að brjóta varnir Rússa á bak aftur. Varnir sem Rússar hafa haft nokkra mánuði til að undirbúa, eru í nokkrum lögum og þaktar jarðsprengjum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. 3. júní 2023 09:22 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Síðustu daga hafa Úkraínumenn verið að gera árásir nærri Velyka Novosilka í Dónetsk-héraði. Í gær hófust svo umfangsmiklar vestar í Sapórisjía-héraði, suður af bænum Orikhiv. 3/ Russian and Ukrainian sources reported explosions in occupied territories in #Zaporizhia and #Donetsk oblasts on June 7. https://t.co/W6mPtd0HgQ pic.twitter.com/uhRdZeQM1j— ISW (@TheStudyofWar) June 8, 2023 Fregnir hafa borist af því að þýskir Leopard skriðdrekar hafi verið notaðir til árása í gær og hafa Rússar birt drónamyndir sem virðast sýna nokkra slíka skriðdreka sem hafa orðið fyrir skemmdum eða verið grandað í árásum stórskotaliðs. Nánast allar fregnir af sókn Úkraínumanna koma frá rússneskum herbloggurum og rússneska varnarmálaráðuneytinu, þar sem Úkraínumenn hafa lýst yfir algjöru samskiptabanni. Í umfjöllun rússneskra herbloggara hallar töluvert á Úkraínumenn. Þessar myndir munu hafa verið teknar nærri Orikhiv í gær. Fyrr í gær var birt mynd á samfélagsmiðlum í Rússlandi sem átti að sýna ónýtan Leopard skriðdreka. Henni hafði verið breytt. Russian Sources have released Drone Images that reportedly show the Ukrainian Offensive yesterday near the City of Orikhiv in the Zaporizhzhia Region, in the Photos there appears to be at least 2 German-Produced Leopard 2 Tanks alongside a number of APCs including American M113 pic.twitter.com/V5e41pQY9A— OSINTdefender (@sentdefender) June 8, 2023 Einnig eru bardagar sagðir eiga sér stað nærri Bakhmut í Dónetsk-, þar sem Úkraínumenn eru sagðir hafa náð nokkrum árangri. Sapórisjía er mikilvægt hérað Sérfræðingar hafa lengi talið Úkraínumenn líklega til að reyna að sækja til suðurs í Dónetsk og Sapórisjía, með því markmiði að skera á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga. Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Bæði héruðin eru meðal þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega. Þó Úkraínumenn virðist hafa lagt meira púður í árásir í Sapórisjía er enn of snemmt að segja að meginþungi árása þeirra verði þar. Úkraínumenn hafa í vetur byggt upp ný stórfylki, sem eru að mestu skipuð kvaðmönnum búnum vestrænum vopnum og skrið- og bryndrekum. Þessar sveitir eru þó óreyndar og hafa það erfiða verkefni að brjóta varnir Rússa á bak aftur. Varnir sem Rússar hafa haft nokkra mánuði til að undirbúa, eru í nokkrum lögum og þaktar jarðsprengjum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. 3. júní 2023 09:22 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01
Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. 3. júní 2023 09:22