„Eiginkona mín tók því alls ekki vel“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 10:27 Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leik Breiðabliks og Víkings þar sem allt var á suðupunkti í lok leiks. Vísir/Hulda Margrét Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson segist sjálfur ekki hafa tekið sérstaklega inn á sig reiðina sem beindist að honum eftir lætin í lok leiks Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn. Eiginkona hans var þó ekki hrifin af ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, og þau fóru vissulega í taugarnar á Ívari sjálfum. Þetta segir Ívar Orri í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið. Hann viðurkennir mistök í afdrifaríkri ákvörðun í fyrri hálfleik, þegar hann gaf Víkingnum Danijel Djuric gult spjald fyrir leikaraskap þrátt fyrir brot Damirs Muminovic á honum, en telur það ekki réttlæta reiðina frá Arnari í sjónvarpsviðtali strax eftir leik. Þar sagði Arnar Ívar Orra, einn albesta dómara landsins síðustu ár, hafa verið „ömurlegan“ og að sér virtist sem að Ívar horfði hreinlega aldrei á fótbolta. Þessi ummæli eru eitthvað sem að Ívar og ekki síður eiginkona hans áttu erfitt með að taka undir. „Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi, og stúderað hann út frá dómaralegu hliðinni. Maður horfir kannski meira á fótbolta út frá dómgæslu en annað. Þannig að þegar við erum sakaðir um að hafa ekki horft á fótbolta… eiginkona mín tók því alls ekki vel, því fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum, og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ segir Ívar Orri í Fyrsta sætinu. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni“ Mikil læti brutust út í lok leiksins á Kópavogsvelli á föstudag, og fengu Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings og Logi Tómasson leikmaður liðsins rautt spjald. „Manni líður kannski ekki neitt brjálæðislega vel þegar svona „scenarios“ koma upp í leikjum sem maður er að dæma. Og ég er ekki viss um að neitt brjálæðislega mörgum sem voru þarna á svæðinu og tóku þátt í þessu hafi liðið eitthvað vel með þetta,“ segir Ívar Orri. Hann hafi þó ekki tekið ummæli Arnars sérstaklega nærri sér, þó þau hafi vissulega angrað hann. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni. Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir en gagnrýni er ekki það sama og gagnrýni. Það voru einhverjir sem töluðu um að þetta væri viðtal ársins. Umræðuefnið þar var þá 70% um mig sem persónu. Það er auðvitað ekki eitthvað sem ég vil,“ segir Ívar Orri og bætir við: Leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið „Ég fór daginn eftir á fimleikamót með dóttur minni og stóð við grillið að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Það komu ótrúlega margir til mín á þessum degi og spurðu hvernig ég hefði það. Höfðu rosalegar áhyggjur af því að ég væri langt niðri eftir þetta. Það var alls ekki málið. Ef við tölum bara um reiðina sem sneri að mér persónulega, þá taldi ég mig vera í fullum rétti varðandi það sem gekk þar á. Ég tók það því ekki neitt brjálæðislega inn á mig. En auðvitað er leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið á kaffistofum og í fjölmiðlunum. Það er ekki það sem mann langar í þessu starfi.“ Upp úr sauð í leikslok á Kópavogsvelli. Varadómarinn Erlendur Eiríksson stig á milli Sölva Geirs Ottesen, aðstoðarþjálfara Víkings, og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Spurður út í ákvörðun sína í fyrri hálfleik þegar hann gaf Danijel gult spjald fyrir leikaraskap þegar Damir virtist svo sannarlega hafa brotið á honum, svaraði Ívar Orri: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun. Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Oft á tíðum langar mann bara að loka augunum, og sleppa því að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Þetta segir Ívar Orri í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið. Hann viðurkennir mistök í afdrifaríkri ákvörðun í fyrri hálfleik, þegar hann gaf Víkingnum Danijel Djuric gult spjald fyrir leikaraskap þrátt fyrir brot Damirs Muminovic á honum, en telur það ekki réttlæta reiðina frá Arnari í sjónvarpsviðtali strax eftir leik. Þar sagði Arnar Ívar Orra, einn albesta dómara landsins síðustu ár, hafa verið „ömurlegan“ og að sér virtist sem að Ívar horfði hreinlega aldrei á fótbolta. Þessi ummæli eru eitthvað sem að Ívar og ekki síður eiginkona hans áttu erfitt með að taka undir. „Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi, og stúderað hann út frá dómaralegu hliðinni. Maður horfir kannski meira á fótbolta út frá dómgæslu en annað. Þannig að þegar við erum sakaðir um að hafa ekki horft á fótbolta… eiginkona mín tók því alls ekki vel, því fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum, og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ segir Ívar Orri í Fyrsta sætinu. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni“ Mikil læti brutust út í lok leiksins á Kópavogsvelli á föstudag, og fengu Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings og Logi Tómasson leikmaður liðsins rautt spjald. „Manni líður kannski ekki neitt brjálæðislega vel þegar svona „scenarios“ koma upp í leikjum sem maður er að dæma. Og ég er ekki viss um að neitt brjálæðislega mörgum sem voru þarna á svæðinu og tóku þátt í þessu hafi liðið eitthvað vel með þetta,“ segir Ívar Orri. Hann hafi þó ekki tekið ummæli Arnars sérstaklega nærri sér, þó þau hafi vissulega angrað hann. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni. Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir en gagnrýni er ekki það sama og gagnrýni. Það voru einhverjir sem töluðu um að þetta væri viðtal ársins. Umræðuefnið þar var þá 70% um mig sem persónu. Það er auðvitað ekki eitthvað sem ég vil,“ segir Ívar Orri og bætir við: Leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið „Ég fór daginn eftir á fimleikamót með dóttur minni og stóð við grillið að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Það komu ótrúlega margir til mín á þessum degi og spurðu hvernig ég hefði það. Höfðu rosalegar áhyggjur af því að ég væri langt niðri eftir þetta. Það var alls ekki málið. Ef við tölum bara um reiðina sem sneri að mér persónulega, þá taldi ég mig vera í fullum rétti varðandi það sem gekk þar á. Ég tók það því ekki neitt brjálæðislega inn á mig. En auðvitað er leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið á kaffistofum og í fjölmiðlunum. Það er ekki það sem mann langar í þessu starfi.“ Upp úr sauð í leikslok á Kópavogsvelli. Varadómarinn Erlendur Eiríksson stig á milli Sölva Geirs Ottesen, aðstoðarþjálfara Víkings, og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Spurður út í ákvörðun sína í fyrri hálfleik þegar hann gaf Danijel gult spjald fyrir leikaraskap þegar Damir virtist svo sannarlega hafa brotið á honum, svaraði Ívar Orri: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun. Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Oft á tíðum langar mann bara að loka augunum, og sleppa því að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira