Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2023 08:12 Pence sagði Repúblikanaflokkinn verða að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ Þetta sagði Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gær og tilkynnti formlega um hann sæktist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2024. Pence sagði enn fremur að Bandaríkjamenn verðskulduðu að vita að Donald Trump, þáverandi forseti, hefði krafist þess að Pence, þá varaforseti, myndi velja milli hans og stjórnarskrárinnar. „Nú standa kjósendur frammi fyrir sama valinu. Ég vel stjórnarskrána og mun alltaf gera það.“ Eins og þekkt er orðið lagði Trump hart að Pence á sínum tíma um að nota vald sitt á þinginu til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði staðfestur sigurvegari forstakosninganna 2020. Þá greindu tvö vitni frá því fyrir þingnefnd að Trump hefði látið þau orð falla að ef til vill hefðu þeir mótmælendur haft rétt fyrir sér sem kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence er fyrsti frambjóðandinn úr röðum Repúblikana til að ráðast að Trump en hann sagði einnig í gær að hver sá sem raðaði sjálfum sér framar stjórnarskránni væri óhæfur til að vera forseti. Spekingar gera lítið úr möguleikum Pence að verða forsetaefni Repúblikana en framboð hans og framboð Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New jersey, sem einnig er sagður eiga litla sem enga möguleika, þykja áhugaverð og spennandi að því leiti að þeir eru einu þekktu frambjóðendurnir sem eru taldir munu verða óhræddir við að ráðast beint gegn Trump. Aðrir frambjóðendur eiga of mikið undir stuðningsmönnum Trump og eru sagðir munu veigra sér við því að hjóla beint í forsetann fyrrverandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Þetta sagði Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gær og tilkynnti formlega um hann sæktist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2024. Pence sagði enn fremur að Bandaríkjamenn verðskulduðu að vita að Donald Trump, þáverandi forseti, hefði krafist þess að Pence, þá varaforseti, myndi velja milli hans og stjórnarskrárinnar. „Nú standa kjósendur frammi fyrir sama valinu. Ég vel stjórnarskrána og mun alltaf gera það.“ Eins og þekkt er orðið lagði Trump hart að Pence á sínum tíma um að nota vald sitt á þinginu til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði staðfestur sigurvegari forstakosninganna 2020. Þá greindu tvö vitni frá því fyrir þingnefnd að Trump hefði látið þau orð falla að ef til vill hefðu þeir mótmælendur haft rétt fyrir sér sem kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence er fyrsti frambjóðandinn úr röðum Repúblikana til að ráðast að Trump en hann sagði einnig í gær að hver sá sem raðaði sjálfum sér framar stjórnarskránni væri óhæfur til að vera forseti. Spekingar gera lítið úr möguleikum Pence að verða forsetaefni Repúblikana en framboð hans og framboð Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New jersey, sem einnig er sagður eiga litla sem enga möguleika, þykja áhugaverð og spennandi að því leiti að þeir eru einu þekktu frambjóðendurnir sem eru taldir munu verða óhræddir við að ráðast beint gegn Trump. Aðrir frambjóðendur eiga of mikið undir stuðningsmönnum Trump og eru sagðir munu veigra sér við því að hjóla beint í forsetann fyrrverandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira