Enski boltinn

Arsenal ætlar að gera risatilboð í Rice

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Declan Rice með Sambandsdeildarbikarinn.
Declan Rice með Sambandsdeildarbikarinn. getty/Richard Heathcote

Arsenal, silfurlið ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, ætlar að gera risatilboð í Declan Rice, fyrirliða West Ham United.

Rice svífur um á bleiku skýi eftir að West Ham vann Sambandsdeild Evrópu eftir sigur á Fiorentina, 1-2, í úrslitaleik í Prag í gær.

Miklar vangaveltur eru um framtíð Rice en hann hefur verið sterklega orðaður við Arsenal. Og samkvæmt enskum fjölmiðlum ætlar Arsenal að bjóða níutíu milljónir punda í enska landsliðsmanninn sem hefur leikið með West Ham allan sinn feril.

David Sullivan, eigandi West Ham, metur Rice á yfir hundrað milljónir punda svo Arsenal gæti þurft að hækka boðið í hann.

Auk Arsenal hefur Rice verið orðaður við Manchester United, Chelsea og Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×