Íslenski boltinn

Agla María um stóru bar­áttu kvöldsins: „Fleiri stór­­leikir í sumar“

Aron Guðmundsson skrifar
Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks
Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks Vísir/Vilhelm

Agla María Alberts­dóttir, leik­maður Breiða­bliks í Bestu deild kvenna segir stíganda í liði Blika og að nú sé tæki­færi til þess að bera sigur úr býtum gegn liði sem hafi verið þeim erfiðar undan­farin ár, Stjörnunni. Liðin mætast í sann­kölluðum stór­leik á Kópa­vogs­velli í kvöld.

„Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúru­lega að­eins fleiri stór­leikir í sumar heldur en hafa verið undan­farin ár,“ segir Agla María í sam­tali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfið­leikum með þær en bara frá­bært að mæta þeim á Kópa­vogs­velli.

Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiða­blik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan).

Við hvernig leik býst þú í kvöld?

„Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona að­eins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnu­liðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virki­lega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að mark­miðið er að vinna þær í kvöld.“

Agla sér fleiri og fleiri bata­merki á leik Blika eftir því sem líður á tíma­bilið.

„Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga úti­leiki, farið á Sel­foss, Sauð­ár­krók og Akur­eyri, og tekið erfiða leiki á úti­velli. Ég vona bara að stígandinn haldi á­fram hjá okkur.“

Það er blásið í her­lúðra í Kópa­vogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópa­vogs­völl klukkan 17:00.

„Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sér­stak­lega undan­farin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. 

Við auð­vitað tökum bara einn leik í einu en auð­vitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fót­bolta­sumrinu af fullum krafti af stað því það hefur að­eins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“

Leikur Breiða­bliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upp­hitun klukkan 17:45 frá Kópa­vogs­velli þar sem sér­fræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.