„Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar“ Hinrik Wöhler skrifar 7. júní 2023 00:05 KR skoraði tvö mörk í kvöld og komst áfram. Vísir/Anton Brink KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í kvöld í framlengdum leik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einum leik frá úrslitaleiknum en hans lærisveinar eiga þó ærið verkefni fyrir höndum en KR mætir Víkingum á útivelli í undanúrslitum. „Ég er mjög sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Stjarnan gerði vel að jafna og áttu það skilið. Karakterinn sem við sýndum í framlengingunni var virkilega flottur og ég er gríðarlega stoltur af liðinu að ná að skora sigurmarkið. Eftir það fannst mér ekki hætta á ferðum, sem mér fannst kannski í venjulegum leiktíma. Þá var oft hætta og Stjarnan átti skilið að jafna og hefði hugsanlega getað gert það fyrr. Við vörðumst ágætlega, kannski ekki nægilega vel en við vorum lélegir með boltann,“ sagði Rúnar skömmu eftir sigurleikinn í kvöld. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metinn fyrir gestina í uppbótartíma og grípa þurfti til framlengingar í Vesturbænum. „Það er alltaf slæmt að fá eitt í andlitið, sérstaklega þegar svona lítið er eftir. Menn voru búnir að berjast fyrir þessu í langan tíma því að Stjarnan var búin að herja á okkur frá því að við skoruðum. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar okkar nægilega vel. Við tókum smá fund eftir venjulegan leiktíma og þá sá maður í augunum á strákunum hvað þeir hlustuðu vel á mig og Ole [Nesselquist] aðstoðarþjálfara og tóku eftir. Þeir voru sjálfir að berja á hvorum öðrum á bak og maður sá einhvern neista í augunum á strákunum og við virkilega trúðum að neistinn gæti fleytt okkur yfir þessa hindrun. Við skoruðum snemma í framlengingunni og mér finnst þetta aldrei stórhætta eftir það.“ Rúnar tók marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld og telur að liðið getur byggt á þessu fyrir komandi átök. „Jóhannes Kristinn [Bjarnason] er búinn að vera frábær í þessari stöðu, hann hefur gríðarlega hlaupagetu. Mér fannst öll varnarlínan góð. Inn á miðsvæðinu eru við bara tveir og við erum í undirtölu þar, þrír á tvo gegn þessu 4-3-3 kerfi þeirra en við leystum það virkilega vel og fengum síðan hjálp frá framherjunum okkar. Kristján Flóki [Finnbogason] skoraði gott mark og allir þeir sem komu inn á stóðu vel, Luke [Rae] var frábær og Benoný Breki [Andrésson] sömuleiðis. Hann gerði fullt af litlum hlutum og náði að halda boltanum, tefja kannski aðeins til að landa þessu,“ sagði Rúnar þegar hann spurður út í frammistöðu leikmanna í kvöld. KR-ingar fá nokkra daga hvíld þangað til að þeir mæta á völlinn á ný en næsta umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. „Við verðum að sleikja sárin núna, auðvitað viltu aldrei fara í framlengingu þegar er stutt í næsta leik. Það er kannski ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur leikinn en ef við hefðum tapað hefði maður verið hundfúll. Þegar maður vinnur er léttara yfir öllu þannig við erum bara gríðarlega sáttir að vera komnir í undanúrslit.“ Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og mæta þeir Víkingum í Víkinni í byrjun júlí. „Þriðja árið í röð sem við förum í Víkina og höfum tapað síðustu tvö ár. Nú er kominn tími á að við stríðum þeim og reynum að koma okkur áfram. Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar, það er að vinna alla leiki og það voru bara góð lið eftir. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum, heima eða úti, þetta eru toppliðin frá tímabilinu í fyrra þannig það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Mjólkurbikar karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
„Ég er mjög sáttur, þetta var mjög erfiður leikur. Stjarnan gerði vel að jafna og áttu það skilið. Karakterinn sem við sýndum í framlengingunni var virkilega flottur og ég er gríðarlega stoltur af liðinu að ná að skora sigurmarkið. Eftir það fannst mér ekki hætta á ferðum, sem mér fannst kannski í venjulegum leiktíma. Þá var oft hætta og Stjarnan átti skilið að jafna og hefði hugsanlega getað gert það fyrr. Við vörðumst ágætlega, kannski ekki nægilega vel en við vorum lélegir með boltann,“ sagði Rúnar skömmu eftir sigurleikinn í kvöld. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Stjörnumenn voru ekki á sama máli. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði metinn fyrir gestina í uppbótartíma og grípa þurfti til framlengingar í Vesturbænum. „Það er alltaf slæmt að fá eitt í andlitið, sérstaklega þegar svona lítið er eftir. Menn voru búnir að berjast fyrir þessu í langan tíma því að Stjarnan var búin að herja á okkur frá því að við skoruðum. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar okkar nægilega vel. Við tókum smá fund eftir venjulegan leiktíma og þá sá maður í augunum á strákunum hvað þeir hlustuðu vel á mig og Ole [Nesselquist] aðstoðarþjálfara og tóku eftir. Þeir voru sjálfir að berja á hvorum öðrum á bak og maður sá einhvern neista í augunum á strákunum og við virkilega trúðum að neistinn gæti fleytt okkur yfir þessa hindrun. Við skoruðum snemma í framlengingunni og mér finnst þetta aldrei stórhætta eftir það.“ Rúnar tók marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld og telur að liðið getur byggt á þessu fyrir komandi átök. „Jóhannes Kristinn [Bjarnason] er búinn að vera frábær í þessari stöðu, hann hefur gríðarlega hlaupagetu. Mér fannst öll varnarlínan góð. Inn á miðsvæðinu eru við bara tveir og við erum í undirtölu þar, þrír á tvo gegn þessu 4-3-3 kerfi þeirra en við leystum það virkilega vel og fengum síðan hjálp frá framherjunum okkar. Kristján Flóki [Finnbogason] skoraði gott mark og allir þeir sem komu inn á stóðu vel, Luke [Rae] var frábær og Benoný Breki [Andrésson] sömuleiðis. Hann gerði fullt af litlum hlutum og náði að halda boltanum, tefja kannski aðeins til að landa þessu,“ sagði Rúnar þegar hann spurður út í frammistöðu leikmanna í kvöld. KR-ingar fá nokkra daga hvíld þangað til að þeir mæta á völlinn á ný en næsta umferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. „Við verðum að sleikja sárin núna, auðvitað viltu aldrei fara í framlengingu þegar er stutt í næsta leik. Það er kannski ennþá skemmtilegra þegar þú vinnur leikinn en ef við hefðum tapað hefði maður verið hundfúll. Þegar maður vinnur er léttara yfir öllu þannig við erum bara gríðarlega sáttir að vera komnir í undanúrslit.“ Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld og mæta þeir Víkingum í Víkinni í byrjun júlí. „Þriðja árið í röð sem við förum í Víkina og höfum tapað síðustu tvö ár. Nú er kominn tími á að við stríðum þeim og reynum að koma okkur áfram. Það er bara ein leið til að komast í úrslit í bikar, það er að vinna alla leiki og það voru bara góð lið eftir. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum, heima eða úti, þetta eru toppliðin frá tímabilinu í fyrra þannig það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Mjólkurbikar karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira