Félagaskiptagúrúinn Fabrizio Romano greinir frá þessu. Hann segir að Mac Allister muni skrifa undir fimm ára samning við Liverpool og félagið þurfi að borga mun minna fyrir hann en talið var. Greint frá því að riftunarákvæðið í samningi Mac Allisters hafi verið sextíu milljónir punda en það ku vera mun lægra.
Alexis Mac Allister to Liverpool, here we go! Full agreement completed on the contract understand it will be valid until June 2028. Five year deal. #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2023
Liverpool will pay the buy out clause in the next days, way less than reported £60m fee.
Medical tests in 24/48h. Done. pic.twitter.com/r6Tk8TeQT9
Brighton keypti Mac Allister frá Boca Juniors í byrjun árs 2019. Hann var strax lánaður aftur Boca Juniors og lék sinn fyrsta leik fyrir Brighton ekki fyrr en í mars 2020.
Argentínumaðurinn lék alls 112 leiki fyrir Brighton og skoraði tuttugu mörk. Tólf þeirra komu á síðasta tímabili þar sem Brighton endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og náði þar með Evrópusæti í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Mac Allister, sem er 24 ára, hefur leikið sextán leiki fyrir argentínska landsliðið og var í stóru hlutverki þegar það varð heimsmeistari í fyrra.