Enski boltinn

Liverpool búið að klófesta argentínska heimsmeistarann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Mac Allister lék einkar vel með Brighton á nýafstöðnu tímabili.
Alexis Mac Allister lék einkar vel með Brighton á nýafstöðnu tímabili. getty/Craig Mercer

Liverpool hefur náð samkomulagi við Brighton um kaup á argentínska heimsmeistaranum Alexis Mac Allister.

Félagaskiptagúrúinn Fabrizio Romano greinir frá þessu. Hann segir að Mac Allister muni skrifa undir fimm ára samning við Liverpool og félagið þurfi að borga mun minna fyrir hann en talið var. Greint frá því að riftunarákvæðið í samningi Mac Allisters hafi verið sextíu milljónir punda en það ku vera mun lægra.

Brighton keypti Mac Allister frá Boca Juniors í byrjun árs 2019. Hann var strax lánaður aftur Boca Juniors og lék sinn fyrsta leik fyrir Brighton ekki fyrr en í mars 2020. 

Argentínumaðurinn lék alls 112 leiki fyrir Brighton og skoraði tuttugu mörk. Tólf þeirra komu á síðasta tímabili þar sem Brighton endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og náði þar með Evrópusæti í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Mac Allister, sem er 24 ára, hefur leikið sextán leiki fyrir argentínska landsliðið og var í stóru hlutverki þegar það varð heimsmeistari í fyrra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.