Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 08:09 Úkraínskur hermaður skýtur úr sprengjuvörpu við framlínuna nálægt Bakhmut. AP/Efrem Lukatsky Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. Hanna Maliar, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði Rússa reyna að skapa ímynd rólegheita í kringum Bakhmut en í raun mætti sjá jafn mikið af fallbyssuskotum og var á hápunkti bardagans um borgina. Hún segir bardagann vera að þróast í nýjan fasa. „Bardaginn um Bakhmut-svæðið hefur ekki stoppað, hann heldur áfram og tekur á sig ólík form,“ sagði Maliar í viðtali við AP í Kænugarði. Rússar reyni nú að hrekja úkraínska hermenn úr hæðunum í kringum Bakhmut. „Við höldum þeim staðfastlega,“ sagði hún um Rússana í Bakhmut. Brotthvarf málaliða gæti haft afdrifarík áhrif Rússar litu á sigurinn í Bakhmut sem þátt í því að ná stjórn á austurhluta Donbas-svæðisin. Þá er borgin hluti af meira en þúsund kílómetra framlínu sem rússneski herinn telur sig verða að viðhalda. Það gæti reynst erfitt vegna brotthvarfs málaliða á vegum rússneska verktakafyrirtækisins Wagner Group frá borginni en þeir áttu stóran þátt í að Rússar náðu henni á vald sitt. Eigandi Wagner lýsti yfir brotthvarfi hópsins eftir að hafa staðfest að meira en tuttugu þúsund hermenn á vegum þeirra hefðu dáið í átökum. Í þeirra stað munu koma rússneskir hermenn. Úkraínumenn bjartsýnir Að sögn úkraínskra fulltrúa hersins hefur gengið vel að ná litlum sigrum, að ná strategískum staðsetningum Rússanna á sitt vald, sérstaklega á norðvestur og suðvestur síðu borgarinnar þar sem sveitir hersins hafa verið virkar. Átökin við Bakhmut hafa verið minna í sviðsljósinu undanfarna daga vegna linnulausra árása Rússa á Kænugarð. En áframhaldandi barátta um borgina gæti haft mikil áhrif. Rússar hafa gert mikið úr sigrinum heima fyrir og því væri áfall fyrir Pútín og hans menn að missa borgina aftur til Úkraínumanna. Michael Kofman, bandarískur rýnir, sagði í viðtali við War on the Rocks að Rússar muni einblína þeim mun meira á Bkahmut á næstunni og vegna brotthvarfs hermanna Wagner verði erfitt að verja borgina. Það gæti farið að Rússar missi borgina og þá verði blóðug átökin til einskis. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Hanna Maliar, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði Rússa reyna að skapa ímynd rólegheita í kringum Bakhmut en í raun mætti sjá jafn mikið af fallbyssuskotum og var á hápunkti bardagans um borgina. Hún segir bardagann vera að þróast í nýjan fasa. „Bardaginn um Bakhmut-svæðið hefur ekki stoppað, hann heldur áfram og tekur á sig ólík form,“ sagði Maliar í viðtali við AP í Kænugarði. Rússar reyni nú að hrekja úkraínska hermenn úr hæðunum í kringum Bakhmut. „Við höldum þeim staðfastlega,“ sagði hún um Rússana í Bakhmut. Brotthvarf málaliða gæti haft afdrifarík áhrif Rússar litu á sigurinn í Bakhmut sem þátt í því að ná stjórn á austurhluta Donbas-svæðisin. Þá er borgin hluti af meira en þúsund kílómetra framlínu sem rússneski herinn telur sig verða að viðhalda. Það gæti reynst erfitt vegna brotthvarfs málaliða á vegum rússneska verktakafyrirtækisins Wagner Group frá borginni en þeir áttu stóran þátt í að Rússar náðu henni á vald sitt. Eigandi Wagner lýsti yfir brotthvarfi hópsins eftir að hafa staðfest að meira en tuttugu þúsund hermenn á vegum þeirra hefðu dáið í átökum. Í þeirra stað munu koma rússneskir hermenn. Úkraínumenn bjartsýnir Að sögn úkraínskra fulltrúa hersins hefur gengið vel að ná litlum sigrum, að ná strategískum staðsetningum Rússanna á sitt vald, sérstaklega á norðvestur og suðvestur síðu borgarinnar þar sem sveitir hersins hafa verið virkar. Átökin við Bakhmut hafa verið minna í sviðsljósinu undanfarna daga vegna linnulausra árása Rússa á Kænugarð. En áframhaldandi barátta um borgina gæti haft mikil áhrif. Rússar hafa gert mikið úr sigrinum heima fyrir og því væri áfall fyrir Pútín og hans menn að missa borgina aftur til Úkraínumanna. Michael Kofman, bandarískur rýnir, sagði í viðtali við War on the Rocks að Rússar muni einblína þeim mun meira á Bkahmut á næstunni og vegna brotthvarfs hermanna Wagner verði erfitt að verja borgina. Það gæti farið að Rússar missi borgina og þá verði blóðug átökin til einskis.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira