Móðir þungt hugsi eftir að sonur varð vitni að látunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júní 2023 19:14 Það var mikill hiti í mönnum að leik loknum, enda mikið undir hjá tveimur bestu liðum landsins. Vísir/Hulda Margrét Mikill hiti var í toppslag Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Slagsmál hófust við lok leiks, rautt spjald fór á loft og þjálfarar voru harðorðir í viðtölum. Þá skarst í odda milli stuðningsmanna liðanna. Móðir átta ára drengs veltir fyrir sér hvort slíkur fótboltaleikur sé æskilegur fyrir drenginn til að mæta á. Leikurinn endaði 2-2 eftir að Breiðablik skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði jafntefli. Arnar Gunnlagsson, þjálfari Víkinga, var ekki parsáttur með að dómari leiksins hafi farið rúma mínútu fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Logi Tómasson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hrinda aðstoðarþjálfara Blika. Jenný Þórunn Stefánsdóttir lögfræðingur setur spurningamerki við ýmslegt sem sonur hennar hafði frá að segja að leiknum loknum: „Hann sagði okkur að hann hefði séð fulla menn kasta dósum í stúkunni, stuðningsmenn rífast við hvorn annan, stuðningsmenn með ögrandi hegðun í garð hvors annars sem gekk svo langt að menn voru nálægt því að lenda í slagsmálum,“ skrifar Jenný á Facebook. Jenný ásamt sonum sínum, Hafsteini Fjalari og Stefáni Fjalari.aðsend Á meðan hafi fótboltafyrirmyndirnar rifið kjaft, hrint hvor öðrum og þjálfararnir hnakkrifist. „Síðan sat mamman heima í stofu og hlustaði á viðtölin eftir leikinn þar sem þjálfari Víkings gerði lítið úr dómara leiksins og velti fyrir sér hvort hann hafi einhverntímann séð leik í ensku úrvalsdeildinni.“ Hún þurfi því að skoða gaumgæfilega hvort svona leikur sé staður sem hún vilji að barn sitt sé á. „Sonur minn lifir fyrir fótboltann, hann horfir á þessa leikmenn með stjörnur í augunum. Þetta eru hans fyrirmyndir og þjálfararnir leiðtogarnir sem bera á virðingu fyrir. Fótbolti á að snúast um fótbolta, sumt er hluti af leiknum annað á ekki heima í íþróttinni. Gildi KSÍ eru meðal annars virðing, samstaða og gleði. Ég sá ekkert af þessu á leiknum í gær,“ skrifar hún að lokum. Kópavogur Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Leikurinn endaði 2-2 eftir að Breiðablik skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði jafntefli. Arnar Gunnlagsson, þjálfari Víkinga, var ekki parsáttur með að dómari leiksins hafi farið rúma mínútu fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Logi Tómasson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hrinda aðstoðarþjálfara Blika. Jenný Þórunn Stefánsdóttir lögfræðingur setur spurningamerki við ýmslegt sem sonur hennar hafði frá að segja að leiknum loknum: „Hann sagði okkur að hann hefði séð fulla menn kasta dósum í stúkunni, stuðningsmenn rífast við hvorn annan, stuðningsmenn með ögrandi hegðun í garð hvors annars sem gekk svo langt að menn voru nálægt því að lenda í slagsmálum,“ skrifar Jenný á Facebook. Jenný ásamt sonum sínum, Hafsteini Fjalari og Stefáni Fjalari.aðsend Á meðan hafi fótboltafyrirmyndirnar rifið kjaft, hrint hvor öðrum og þjálfararnir hnakkrifist. „Síðan sat mamman heima í stofu og hlustaði á viðtölin eftir leikinn þar sem þjálfari Víkings gerði lítið úr dómara leiksins og velti fyrir sér hvort hann hafi einhverntímann séð leik í ensku úrvalsdeildinni.“ Hún þurfi því að skoða gaumgæfilega hvort svona leikur sé staður sem hún vilji að barn sitt sé á. „Sonur minn lifir fyrir fótboltann, hann horfir á þessa leikmenn með stjörnur í augunum. Þetta eru hans fyrirmyndir og þjálfararnir leiðtogarnir sem bera á virðingu fyrir. Fótbolti á að snúast um fótbolta, sumt er hluti af leiknum annað á ekki heima í íþróttinni. Gildi KSÍ eru meðal annars virðing, samstaða og gleði. Ég sá ekkert af þessu á leiknum í gær,“ skrifar hún að lokum.
Kópavogur Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira