Síðasta frétt Gaupa: Með Birki Má á heimavelli í Eskihlíðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 07:32 Guðjón Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson í Eskihlíðinni. stöð 2 Í síðustu frétt sinni fyrir Stöð 2 ræddi Guðjón Guðmundsson, Gaupi, við Valsmanninn Birki Már Sævarsson á heimavelli þeirra beggja í Eskihlíðinni. Gaupi las sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 í gær en hann hefur látið af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælan feril. Það var kannski viðeigandi að í síðasta fréttatímanum hafi Gaupi fjallað um oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, íþróttinni sem er honum svo kær. Og svo var punkturinn yfir i-ið; viðtal við Birki Má í Eskihlíðinni þar sem Gaupi fylgdist með honum æfa sig í fótbolta frá því hann var krakki. „Í þessum garði, Eskihlíð fjórtán, hófst ferilinn,“ sagði Gaupi við Birki Má þegar þeir félagar voru komnir út í garð. „Hér var mikið spilað, einhverjar rúður brotnar og maður slípaði sig til hérna,“ sagði Birkir Már. Klippa: Síðasta frétt Gaupa En hvar vaknaði áhuginn á fótbolta, var hann sjálfsprottinn? „Þetta er fjölskyldusportið. Manni var nú líklega ýtt út í þetta til að byrja með en síðan voru allir í kringum mig í fótbolta þannig að þetta varð eðlilegt. Við gerðum lítið annað en að spila fótbolta. Við fundum svona garð, bjuggum til tvö mörk með úlpum eða peysum, skiptum í tvö lið og byrjuðum svo,“ svaraði Birkir Már, vindurinn sjálfur. „En hvenær verður logn í fótboltanum hjá þér?“ spurði Gaupi Birki Má. „Það er óráðið ennþá. Ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Ég reyni bara að taka einn leik fyrir í einu og næsti leikur er á föstudaginn. Eins og staðan er í dag er það þannig. Það geta komið meiðsli sem maður kemst ekki til baka úr þegar maður er orðinn svona gamall þannig ég reyni bara að njóta þess að spila þessa leiki, hvort sem það er einn leikur eða fimmtíu. Ég veit það ekki. Mér finnst fínt að hugsa þetta þannig,“ svaraði Birki Már. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þá Gaupa rölta niður slóð minninganna í síðustu frétt meistarans sjálfs sem á engan sinn líkan. Besta deild karla Valur Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Gaupi las sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 í gær en hann hefur látið af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælan feril. Það var kannski viðeigandi að í síðasta fréttatímanum hafi Gaupi fjallað um oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, íþróttinni sem er honum svo kær. Og svo var punkturinn yfir i-ið; viðtal við Birki Má í Eskihlíðinni þar sem Gaupi fylgdist með honum æfa sig í fótbolta frá því hann var krakki. „Í þessum garði, Eskihlíð fjórtán, hófst ferilinn,“ sagði Gaupi við Birki Má þegar þeir félagar voru komnir út í garð. „Hér var mikið spilað, einhverjar rúður brotnar og maður slípaði sig til hérna,“ sagði Birkir Már. Klippa: Síðasta frétt Gaupa En hvar vaknaði áhuginn á fótbolta, var hann sjálfsprottinn? „Þetta er fjölskyldusportið. Manni var nú líklega ýtt út í þetta til að byrja með en síðan voru allir í kringum mig í fótbolta þannig að þetta varð eðlilegt. Við gerðum lítið annað en að spila fótbolta. Við fundum svona garð, bjuggum til tvö mörk með úlpum eða peysum, skiptum í tvö lið og byrjuðum svo,“ svaraði Birkir Már, vindurinn sjálfur. „En hvenær verður logn í fótboltanum hjá þér?“ spurði Gaupi Birki Má. „Það er óráðið ennþá. Ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Ég reyni bara að taka einn leik fyrir í einu og næsti leikur er á föstudaginn. Eins og staðan er í dag er það þannig. Það geta komið meiðsli sem maður kemst ekki til baka úr þegar maður er orðinn svona gamall þannig ég reyni bara að njóta þess að spila þessa leiki, hvort sem það er einn leikur eða fimmtíu. Ég veit það ekki. Mér finnst fínt að hugsa þetta þannig,“ svaraði Birki Már. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þá Gaupa rölta niður slóð minninganna í síðustu frétt meistarans sjálfs sem á engan sinn líkan.
Besta deild karla Valur Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira