Söngvari Rammstein sakaður um byrlun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 11:02 Konan segir að Lindemann hafi falast eftir kynlífi undir sviðinu og reiðst þegar það gekki ekki. Getty/Twitter Kona að nafni Shelby Lynn hefur sakað Till Lindemann, söngvara þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein, um byrlun. Í yfirlýsingu hljómsveitarinnar er ásökununum hafnað. Lynn skrifaði um málið á bæði Twitter og Instagram síðum sínum á föstudag. Segir hún að bæði Lindemann sjálfur og starfsfólk hans hafi tekið þátt í byrluninni á tónleikum í borginni Vilníus í Litháen mánudaginn 22. maí. Segist Lynn hafa verið valin af konu að nafni Aleena Makeeva, sem starfar fyrir Rammstein, til að vera í sérstakri röð aðdáanda, svokölluð o röð, á milli sviðsins og annarra tónleikagesta. Samkvæmt auglýsingu á Reddit rás Rammstein gátu aðeins laglegar stúlkur átt möguleika að komast í þessa o röð. En þær sem voru valdar fengu ókeypis miða á tónleikana, fengu að hitta Till Lindemann fyrir þá og boð í eftirpartí. Fékk hún svo að vita það frá partíhaldaranum, Joe Letz, fyrir tónleikana að Lindemann vildi hitta hana sérstaklega í partíinu. Spurði hún hvort hann væri að falast eftir kynlífi sagði Letz svo ekki vera. „Nei, ekkert þannig. Till er herramaður,“ á Letz að hafa sagt. Hana grunaði þó að það væri raunin og ræddi það við hinar stúlkurnar sem valdar voru sem tóku undir grunsemdirnar. Leidd undir sviðið Það næsta sem gerist er að Lindemann, sem er sextugur að aldri, mætir á svæðið og skenkir tekíla fyrir stúlkurnar. Fær Lynn einnig Red Bull með vodka og Prosecco freyðivín. Síðan fer Lindemann til að syngja á tónleikunum. Bruising including what seems to be finger marks from being grabbed maybe. I don t know when these bruises happened because I was so off my head under the influence of something. This is from the night of and morning after #shelbys69666 #rammstein pic.twitter.com/wvv4fwDB16— Shelby Lynn (@Shelbys69666) May 25, 2023 Lynn segist hafa verið algerlega út úr heiminum á meðan tónleikunum stóð og ekki munað eftir miklu. Grunar hana að lyf hafi verið sett út í áfengið sem Lindemann gaf henni. Í tónleikahléi hafi henni verið beint að litlu rými undir sviðinu, þangað sem Lindemann kom. Hafi hann falast eftir kynlífi en Lynn neitað. „Joe sagði að þú myndir!“ á Lindemann að hafa hrópað þá en síðan stormað í burtu í reiðikasti og klárað seinni helming tónleikana. Marblettir og uppköst Eftir tónleikana fór Lynn í eftirpartíið og var með hinum stúlkunum. Segist hún hafa kastað upp og farið svo á hótelið sitt. Þar tók hún eftir marblettum á sér og magauppköstin héldu svo áfram. Daginn eftir segist hún hafa heyrt það frá öðrum stúlkum í röð o að svipaðir hlutir hafi gerst. Keypti hún þá lyfjapróf sem reyndist þó vera neikvætt. Ekki í okkar umhverfi Í gær birti Rammstein yfirlýsingu vegna málsins þar sem ásökununum er hafnað. Rammstein hafnar ásökununum.Getty „Varðandi ásakanirnar sem eru í gangi á internetinu varðandi tónleikana í Vilníus getum við útilokað að það sem sagt er hafi gerst eig við um okkar umhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. „Við vitum ekki af neinni opinberri rannsókn málsins.“ Málið hefur verið mikið rætt á samfélagsmiðlum, meðal annars á Reddit síðu Rammstein. Þar segjast sumir hafa heyrt sambærilegar sögur úr fortíðinni en aðrir draga frásögn Lynn í efa. Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Litháen Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Lynn skrifaði um málið á bæði Twitter og Instagram síðum sínum á föstudag. Segir hún að bæði Lindemann sjálfur og starfsfólk hans hafi tekið þátt í byrluninni á tónleikum í borginni Vilníus í Litháen mánudaginn 22. maí. Segist Lynn hafa verið valin af konu að nafni Aleena Makeeva, sem starfar fyrir Rammstein, til að vera í sérstakri röð aðdáanda, svokölluð o röð, á milli sviðsins og annarra tónleikagesta. Samkvæmt auglýsingu á Reddit rás Rammstein gátu aðeins laglegar stúlkur átt möguleika að komast í þessa o röð. En þær sem voru valdar fengu ókeypis miða á tónleikana, fengu að hitta Till Lindemann fyrir þá og boð í eftirpartí. Fékk hún svo að vita það frá partíhaldaranum, Joe Letz, fyrir tónleikana að Lindemann vildi hitta hana sérstaklega í partíinu. Spurði hún hvort hann væri að falast eftir kynlífi sagði Letz svo ekki vera. „Nei, ekkert þannig. Till er herramaður,“ á Letz að hafa sagt. Hana grunaði þó að það væri raunin og ræddi það við hinar stúlkurnar sem valdar voru sem tóku undir grunsemdirnar. Leidd undir sviðið Það næsta sem gerist er að Lindemann, sem er sextugur að aldri, mætir á svæðið og skenkir tekíla fyrir stúlkurnar. Fær Lynn einnig Red Bull með vodka og Prosecco freyðivín. Síðan fer Lindemann til að syngja á tónleikunum. Bruising including what seems to be finger marks from being grabbed maybe. I don t know when these bruises happened because I was so off my head under the influence of something. This is from the night of and morning after #shelbys69666 #rammstein pic.twitter.com/wvv4fwDB16— Shelby Lynn (@Shelbys69666) May 25, 2023 Lynn segist hafa verið algerlega út úr heiminum á meðan tónleikunum stóð og ekki munað eftir miklu. Grunar hana að lyf hafi verið sett út í áfengið sem Lindemann gaf henni. Í tónleikahléi hafi henni verið beint að litlu rými undir sviðinu, þangað sem Lindemann kom. Hafi hann falast eftir kynlífi en Lynn neitað. „Joe sagði að þú myndir!“ á Lindemann að hafa hrópað þá en síðan stormað í burtu í reiðikasti og klárað seinni helming tónleikana. Marblettir og uppköst Eftir tónleikana fór Lynn í eftirpartíið og var með hinum stúlkunum. Segist hún hafa kastað upp og farið svo á hótelið sitt. Þar tók hún eftir marblettum á sér og magauppköstin héldu svo áfram. Daginn eftir segist hún hafa heyrt það frá öðrum stúlkum í röð o að svipaðir hlutir hafi gerst. Keypti hún þá lyfjapróf sem reyndist þó vera neikvætt. Ekki í okkar umhverfi Í gær birti Rammstein yfirlýsingu vegna málsins þar sem ásökununum er hafnað. Rammstein hafnar ásökununum.Getty „Varðandi ásakanirnar sem eru í gangi á internetinu varðandi tónleikana í Vilníus getum við útilokað að það sem sagt er hafi gerst eig við um okkar umhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. „Við vitum ekki af neinni opinberri rannsókn málsins.“ Málið hefur verið mikið rætt á samfélagsmiðlum, meðal annars á Reddit síðu Rammstein. Þar segjast sumir hafa heyrt sambærilegar sögur úr fortíðinni en aðrir draga frásögn Lynn í efa.
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Litháen Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira