The Athletic greinir frá því að Adidas og Man United hafi í sameiningu ákveðið að breyta merki félagsins á því sem verður þriðji búningur félagsins á næstu leiktíð.
Merkið sjálft mun víkja en rauði djöfullinn sjálfur verður eftir. Mun hann vera stærri en á öðrum búningum félagsins.
Manchester United make historic change to kit: third strip will feature just a devil image rather than club crest.
— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) May 29, 2023
Details on colours + design #MUFC @TheAthleticFC https://t.co/yhxhqU0PSS
Fara þarf aftur til ársins 1998 til að finna breytingu sem þessa á merki félagsins. Þá voru orðin „Football club“ tekin út en síðan þá hefur staðið „Manchester United“ á merki félagsins.
Adidas gerði svipaða hluti með treyju Arsenal á nýafstaðinni leiktíð þar sem merkið á útivallartreyju félagsins var tekið út og aðeins fallbyssan stóð eftir.