Enski boltinn

Sögu­legar breytingar á treyju Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Merkið á þriðja búning félagsins á næstu leiktíð verður ólíkt því sem við eigum að venjast.
Merkið á þriðja búning félagsins á næstu leiktíð verður ólíkt því sem við eigum að venjast. Robin Jones/Getty Images

Enska knattspyrnuliðið Manchester United mun gera sögulega breytingu á einum af búningum liðsins á næstu leiktíð.

The Athletic greinir frá því að Adidas og Man United hafi í sameiningu ákveðið að breyta merki félagsins á því sem verður þriðji búningur félagsins á næstu leiktíð.

Merkið sjálft mun víkja en rauði djöfullinn sjálfur verður eftir. Mun hann vera stærri en á öðrum búningum félagsins.

Fara þarf aftur til ársins 1998 til að finna breytingu sem þessa á merki félagsins. Þá voru orðin „Football club“ tekin út en síðan þá hefur staðið „Manchester United“ á merki félagsins.

Adidas gerði svipaða hluti með treyju Arsenal á nýafstaðinni leiktíð þar sem merkið á útivallartreyju félagsins var tekið út og aðeins fallbyssan stóð eftir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.