Enski boltinn

Ofurtölvan telur 97 prósent líkur á að Leeds falli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ef spá ofurtölvu Opta rætist nær Sam Allardyce ekki að halda Leeds United í ensku úrvalsdeildinni.
Ef spá ofurtölvu Opta rætist nær Sam Allardyce ekki að halda Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. getty/Julian Finney

Samkvæmt útreikningum ofurtölvu Opta tölfræðiveitunnar á Everton mesta möguleika á að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni en Leeds United minnsta.

Þrjú lið berjast um að halda sér í ensku úrvalsdeildinni í lokaumferð hennar á sunnudaginn. Þetta eru Everton, Leicester City og Leeds.

Everton er í 17. sætinu með 33 stig, tveimur stigum á undan Leicester og Leeds, og samkvæmt ofurtölvunni eru 79,6 prósent líkur á að strákarnir hans Seans Dyche haldi sér uppi.

Ofurtölvan er ekki mjög bjartsýn fyrir hönd Leicester og Leeds. Hún telur 82,8 prósent líkur á að Leicester falli og 97 prósent líkur á að Leeds fari niður.

Í lokumferðinni tekur Everton á móti Bournemouth, Leicester fær West Ham United í heimsókn og Leeds mætir Tottenham á heimavelli.

Aston Villa, Tottenham og Brentford berjast um eitt laust sæti í Sambandsdeild Evrópu. Samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar eru 65,9 prósent líkur á að Villa nái 7. sætinu og þar með sæti í Sambandsdeildinni.

Þá telur ofurtölvan 85,2 prósent líkur á að Manchester United endi í 3. sætinu. Newcastle United á 14,8 prósent líkur á að ná því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×