Íslenski boltinn

Sjáðu Víkinga raða mörkum fyrir norðan og þann markahæsta ráða úrslitum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Ingi Sigurðarson fagnar sínu sjöunda marki í Bestu deild karla í sumar með félögum sínum í Breiðabliksliðinu.
Stefán Ingi Sigurðarson fagnar sínu sjöunda marki í Bestu deild karla í sumar með félögum sínum í Breiðabliksliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi þar sem Víkingar og Blikar fögnuðu sigri. Víkingar unnu þar sinn níunda sigur í níu leikjum en Blikar voru að vinna sinn sjötta deildarleik í röð.

Leikirnir voru hluti af þrettándu og fimmtándu umferð en voru færðir fram vegna þátttöku félaganna í Evrópukeppnum í sumar.

Víkingar unnu 4-0 sigur á KA fyrir norðan þar sem þeir hafa náð í þrettán stig af fimmtán mögulegum undanfarin fimm tímabil. Matthías Vilhjálmsson opnaði markareikninginn sinn í Víkingstreyjunni með tveimur mörkum og hin mörkin skoruðu Birnir Snær Ingason og Ari Sigurpálsson.

Birnir Snær lagði upp fyrsta markið fyrir Matthías á óeigingjarnan hátt og skoraði síðan annað markið eftir frábæran sprett upp vinstri kantinn. Það má sjá öll þessi mörk hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr 4-0 sigri Víkinga á KA

Víkingar eru með fullt hús eftir níu leiki en samt bara sex stigum á undan Blikum sem hafa unnið sex leiki í röð.

Breiðablik og Valur urðu helst bæði að vinna, eftir úrslitin á Akureyri, ætluðu þau sér að fylgja Víkingum eftir. Breiðablik fagnaði 1-0 sigri á Val og Valsmenn eru því átta stigum á eftir toppliðinu úr Fossvoginum.

Það var markahæsti maður Bestu deildarinnar, Stefán Ingi Sigurðarson, sem skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu en þetta var hans sjöunda deildarmark á leiktíðinni.

Það má sjá sigurmark Stefáns Inga hér fyrir neðan.

Klippa: Sigurmark Blika á móti Val

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur

Víkingar eru áfram taplausir á toppi Bestu deildar karla eftir 4-0 sigur á KA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Liðið skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og áttu heimamenn engin svör. KA er áfram í 6. sæti með 11 stig eða heilum 16 stigum á eftir Víking og titilbaráttan sem norðanmenn óskuðu sér sennilega fokin út um gluggan snemma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×