Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2023 07:37 Prigozhin hefur í fjölmiðlum verið kallaður „kokkur Pútíns“ en sagðist í viðtalinu ekki kunna að elda og að nær væri að kalla hann „slátrara Pútín“. AP „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. „Við verðum að setja herlög. Við verðum, því miður, að tilkynna um nýjar bylgjur herkvaðninga. Við verðum að láta alla sem geta unnið vinna við að auka framleiðslu á skotfærum. Rússland verður að verða eins og Norður-Kórea í nokkur ár; það er að segja, loka landamærunum og vinna ötullega.“ Líkt og ofangreind ummæli Prigozhin bera með sér var dökkur tónn í viðtalinu, þar sem málaliðaforinginn sagðist hreinlega óttast að sú sviðsmynd yrði ofan á að Úkraínumönnum tækist með stuðningi Vesturlanda að hrekja Rússa burtu og jafnvel ná Krímskaga aftur á sitt vald. Ef Úkraínumenn hefðu átt 500 skriðdreka áður en Rússar réðust inn í landið, ættu þeir núna 5.000. Ef þeir hefðu átt 20.000 hermenn sem hefðu getað barist, ættu þeir núna 400.000, sagði Prigozhin. „Hvernig afvopnuðum við þá? Nú kemur í ljós að við erum búnir að hervæða þá.. fjandinn einn veit hvernig.“ Prigozhin hefur verið afar gagnrýninn á það hvernig hermálayfirvöld í Rússlandi hafa höndlað innrásina og er líklega í afar fámennum hópi fólks sem hefur komist upp með það. Í viðtalinu ítrekaði hann ást sína á móðurlandinu og hollustu sína við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en skaut föstum skotum að elítu landsins. Sagði hann að sorg tugþúsunda skyldmenna látinna hermanna gæti náð suðupunkti og að stjórnvöld þyrftu að taka á reiði fólks og óánægju, sem væri enn meiri en ella vegna efnahagsástandsins í landinu. „Ráðlegging mín til rússnesku elítunnar: Takið syni ykkar og sendið þá á vígvöllinn. Og þegar þið farið í jarðarförina, þegar þið farið að jarða þá, þá mun fólk segja að þetta sé réttlátt,“ sagði Prigozhin. Hann sagði börn elítunnar þurfa að halda aftur af sér, annars væri hætta á byltingu; „þar sem hermennirnir rísa upp og síðan ástvinir þeirra“. Umfjöllun Washington Post. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
„Við verðum að setja herlög. Við verðum, því miður, að tilkynna um nýjar bylgjur herkvaðninga. Við verðum að láta alla sem geta unnið vinna við að auka framleiðslu á skotfærum. Rússland verður að verða eins og Norður-Kórea í nokkur ár; það er að segja, loka landamærunum og vinna ötullega.“ Líkt og ofangreind ummæli Prigozhin bera með sér var dökkur tónn í viðtalinu, þar sem málaliðaforinginn sagðist hreinlega óttast að sú sviðsmynd yrði ofan á að Úkraínumönnum tækist með stuðningi Vesturlanda að hrekja Rússa burtu og jafnvel ná Krímskaga aftur á sitt vald. Ef Úkraínumenn hefðu átt 500 skriðdreka áður en Rússar réðust inn í landið, ættu þeir núna 5.000. Ef þeir hefðu átt 20.000 hermenn sem hefðu getað barist, ættu þeir núna 400.000, sagði Prigozhin. „Hvernig afvopnuðum við þá? Nú kemur í ljós að við erum búnir að hervæða þá.. fjandinn einn veit hvernig.“ Prigozhin hefur verið afar gagnrýninn á það hvernig hermálayfirvöld í Rússlandi hafa höndlað innrásina og er líklega í afar fámennum hópi fólks sem hefur komist upp með það. Í viðtalinu ítrekaði hann ást sína á móðurlandinu og hollustu sína við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en skaut föstum skotum að elítu landsins. Sagði hann að sorg tugþúsunda skyldmenna látinna hermanna gæti náð suðupunkti og að stjórnvöld þyrftu að taka á reiði fólks og óánægju, sem væri enn meiri en ella vegna efnahagsástandsins í landinu. „Ráðlegging mín til rússnesku elítunnar: Takið syni ykkar og sendið þá á vígvöllinn. Og þegar þið farið í jarðarförina, þegar þið farið að jarða þá, þá mun fólk segja að þetta sé réttlátt,“ sagði Prigozhin. Hann sagði börn elítunnar þurfa að halda aftur af sér, annars væri hætta á byltingu; „þar sem hermennirnir rísa upp og síðan ástvinir þeirra“. Umfjöllun Washington Post.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31
Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49