Veður

Byrjað að bæta í vind og fyrsta gula við­vörunin hefur tekið gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Hvassast verður á sunnanverðu og vestanverðu landinu í dag.
Hvassast verður á sunnanverðu og vestanverðu landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Núna í morgunsárið er byrjað að bæta í vind suðvestanlands og fyrsta gula viðvörunin hefur tekið gildi. Þeim mun svo fjölga er líður á daginn og er enginn landshluti undanskilinn, ef frá eru taldir Austfirðir.

Á vef Veðurstofunnar segir að upp úr hádegi verði suðvestan fimmtán til 23 metrar á sekúndu og hvassast sunnan- og vestanlands. Þurrt að kalla norðaustantil en annars skúrir og stöku haglél.

Reikna má með hita á bilinu fimm til fimmtán stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Gular veðurviðvaranir vegna suðvestan hvassviðris verða í gildi á mestöllu landinu í dag.Veðurstofan

Gulu viðvaranirnar eru í gildi ýmist langt fram á kvöld eða til morguns. Viðvörun fyrir Miðhálendið tók gildi snemma í morgun en gular viðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið og Faxaflóa klukkan 10. Varanir taka guldi fyrir Suðurland, Breiðafjörð, Vestfirði, Suðausturland og Strandir og Norðurland vestra klukkan 11 og 12, Austurland að Glettingi klukkan 14 og Norðurland eystra klukkan 15. 

Seint í kvöld og í nótt dregur svo úr vindi og á morgun verður vestlæg átt, víða tíu til átján metrar á sekúndu, en heldur hægari norðanlands. Skúrir eða slydduél og kólnandi veður en að mestu bjart suðvestantil.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Vestan 10-20 m/s, hvassast með suðurströndinni. Skúrir eða slydduél, einkum fyrir norðan, en þurrt að kalla austast. Hiti 3 til 10 stig, mildast suðaustanlands.

Á fimmtudag: Suðvestan 5-13 m/s, hvassast syðst. Bjart að mestu, en dálitlar skúrir norðvestantil. Hiti 7 til 12 stig.

Á föstudag: Suðlæg átt og rigning eða súld, en úrkomminna austanlands. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á laugardag: Vestlæg átt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið austanlands. Styttir upp síðdegis. Heldur kólnandi.

Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með súld, en úrkomuminna austanlands. Hlýnandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×