Newcastle var mun betri aðilinn en Leicester í kvöld en Refirnir eru í bullandi fallbaráttu og stefnir allt í að liðið spili í B-deild á næstu leiktíð. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði tókst Newcastle ekki að skora og lauk leiknum með 0-0 jafntefli.
The point secures @NUFC's spot in the #PL top four #NEWLEI pic.twitter.com/4TJvNyF1Ls
— Premier League (@premierleague) May 22, 2023
Newcastle er nú með 70 stig í 3. sæti þegar liðið á einn leik eftir. Manchester United er sæti neðar með 69 stig en á leik til góða. Liverpool er svo í 5. sæti með 66 stig og getur enn náð Meistaradeildarsæti fari svo að Man Utd tapi síðustu tveimur leikjum sínum.
Refirnir frá Leicester eru í 18. sæti, tveimur stigum frá öruggu sæti. Liðið þarf sigur í lokaumferðinni gegn West Ham United og á sama tíma þarf Everton að tapa fyrir Bournemouth.