Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 13:59 Tim Scott, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu, er afar trúrækinn. Hann vitnar oft í ritninguna á framboðsfundum. AP/Meg Kinnard Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. Scott, sem er 57 ára gamall, er eini svarti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. Hann ætlar að kynna framboð sitt í gamla háskólanum sínum í North-Charleston í Suður-Karólínu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Í framhaldinu ferðast hann til Iowa og New Hampshire, fyrstu ríkjanna sem halda forval á næsta ári. Að mörgu leyti er Scott sagður hefðbundinn repúblikani. Hann vill skera niður ríkisútgjöld og takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi. Þannig hefur hann sagst vilja lögfesta bann við þungunarrofi eftir fimmtándu viku meðgöngu verði hann forseti. Ólíkt flokkssystkinum sínum tók Scott undir sumar kröfur um umbætur hjá lögreglunni í kjölfar drápsins á George Floyd árið 2020. Þó að Scott hafi einstaka sinnum gagnrýnt Trump vegna kynþáttamálefna hefur samband þeirra verið gott. Staða Scott í forvalinu er sterk að því leyti að enginn frambjóðandi til forseta hefur átt eins digra kosningasjóði og hann. Það gerir honum kleift að auglýsa sig grimmt í ríkjunum sem kjósa fyrst í forvalinu. Við ramman reip að draga Eins og sakir standa eru möguleikar Scott og annarra frambjóðenda takmarkaðir. Trump, sem drottnar enn yfir Repúblikanaflokknum þrátt fyrir að hafa leitt hann til ósigra í kosningum eftir að hann náði kjöri sem forseti, lýsti yfir sínu framboði strax eftir þingkosningarnar í haust. Þá er gengið að því sem vísu að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tilkynni um framboð sitt í vikunni. Hann var nánast jafn Trump í skoðanakönnunum á tímabili en aðeins hefur fjarað undan honum upp á síðkastið. Á meðal annarra frambjóðenda eru Nikki Haley, sendiherra Trump við Sameinuðu þjóðirnar og fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, og Asa Hutchinson, ríkisstjóri Arkansas auk nokurra minni spámanna. Hjá demókrötum hafa aðeins tveir frambjóðendur skorað Joe Biden forseta á hólm til þessa. Það eru þau Marianne Williamson, sem bauð sig einnig fram árið 2020 með litlum árangri, og Robert F. Kennedy yngri, samsæriskenningarsinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Scott, sem er 57 ára gamall, er eini svarti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. Hann ætlar að kynna framboð sitt í gamla háskólanum sínum í North-Charleston í Suður-Karólínu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Í framhaldinu ferðast hann til Iowa og New Hampshire, fyrstu ríkjanna sem halda forval á næsta ári. Að mörgu leyti er Scott sagður hefðbundinn repúblikani. Hann vill skera niður ríkisútgjöld og takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi. Þannig hefur hann sagst vilja lögfesta bann við þungunarrofi eftir fimmtándu viku meðgöngu verði hann forseti. Ólíkt flokkssystkinum sínum tók Scott undir sumar kröfur um umbætur hjá lögreglunni í kjölfar drápsins á George Floyd árið 2020. Þó að Scott hafi einstaka sinnum gagnrýnt Trump vegna kynþáttamálefna hefur samband þeirra verið gott. Staða Scott í forvalinu er sterk að því leyti að enginn frambjóðandi til forseta hefur átt eins digra kosningasjóði og hann. Það gerir honum kleift að auglýsa sig grimmt í ríkjunum sem kjósa fyrst í forvalinu. Við ramman reip að draga Eins og sakir standa eru möguleikar Scott og annarra frambjóðenda takmarkaðir. Trump, sem drottnar enn yfir Repúblikanaflokknum þrátt fyrir að hafa leitt hann til ósigra í kosningum eftir að hann náði kjöri sem forseti, lýsti yfir sínu framboði strax eftir þingkosningarnar í haust. Þá er gengið að því sem vísu að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tilkynni um framboð sitt í vikunni. Hann var nánast jafn Trump í skoðanakönnunum á tímabili en aðeins hefur fjarað undan honum upp á síðkastið. Á meðal annarra frambjóðenda eru Nikki Haley, sendiherra Trump við Sameinuðu þjóðirnar og fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, og Asa Hutchinson, ríkisstjóri Arkansas auk nokurra minni spámanna. Hjá demókrötum hafa aðeins tveir frambjóðendur skorað Joe Biden forseta á hólm til þessa. Það eru þau Marianne Williamson, sem bauð sig einnig fram árið 2020 með litlum árangri, og Robert F. Kennedy yngri, samsæriskenningarsinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira