Samkvæmt vefsíðunni DownDetector bárust nærri tvö hundruð þúsund ábendingar um að notendur Instagram hafi ekki tekist að tengjast miðlinum, sem lá niðri frá klukkan 22:15 til klukkan 23:30 í kvöld.
Forsvarsmenn miðilsins hafa ekki gefið út formlega yfirlýsingu en talsmaður Meta, eiganda Instagram, sagði við Verge að unnið væri að lausn.
Fjölmargir netverjar færðu sig eðlilega yfir á Twitter og kvörtuðu sáran.
RETWEET if your INSTAGRAM IS DOWN! #instagramdown #instagram
— INSTAGRAM DOWN (@instagramdownnn) May 21, 2023
Fréttin hefur verið uppfærð.