Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2023 16:29 Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku. EPA/JOSE SENA GOULAO Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Ramaphosa sagðist hafa rætt við forsetana í síma um helgina og þeir hafi báðir samþykkt að taka á móti sendinefnd í Moskvu annars vegar og Kænugarði hins vegar. Auk Ramaphosa verða leiðtogar Sambíu, Senegal, Lýðveldisins Kongó, Úganda og Egyptalands skipa sendinefndina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ramaphosa fór yfir vendingarnar á blaðamannafundi með Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Singapúr, í dag þar sem hann sagði meðal annars að innrásin í Úkraínu hefði komið niður á ríkjum Afríku. Hækkun á verði korns er meðal þess sem hefur komið niður á Afríku. Hann sagði ómögulegt að segja að svo stöddu hvaða árangri þessi fundarhöld gætu skilað en mikilvægt sé að láta á þau reyna. Media Conference #SingaporeInSA https://t.co/ZdzEaY8JVy— Cyril Ramaphosa (@CyrilRamaphosa) May 16, 2023 Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu, eins og um það hvenær fundirnir eiga að fara fram en undirbúningur fyrir þá á að hefjast á næstunni, samkvæmt Ramaphosa. Hann sagðist vonast til þess að fundirnir gætu byrjað sem fyrsti. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu hófust viðræður milli Úkraínumanna og Rússa. Þeim var þó hætt eftir að ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar litu dagsins ljós. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Selenskí hefur síðan þá sagt að Úkraínumenn ætli sér að reka Rússa á brott. Annað fæli eingöngu í sér frekari átök seinna meir og ekki kæmi til greina að yfirgefa úkraínskt fólk í höndum Rússa. Þá hefur Pútín ekki gefið til kynna að hann sé tilbúinn til viðræðna um annað en uppgjöf Úkraínumanna. Sakaðir um að senda Rússum vopn Ramaphosa sagði í gær að yfirvöld í Suður-Afríku, sem hafa ekki fordæmt innrás Rússa, hefðu orðið fyrir miklum þrýstingi um að taka afstöðu vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað yfirvöld í Suður-Afríku um að senda vopn til Rússa eftir að innrásin í Úkraínu hófst, en varnarmálaráðherra Suður-Afríku hefur þvertekið fyrir það. Þá var yfirmaður hers Suður-Afríku í Moskvu í gær, þar sem hann ræddi við ráðamenn um aukna hernaðarsamvinnu milli ríkjanna. Ramaphosa sagði einnig í gær að Suður-Afríka yrði ekki dreginn inn í deilur stórvelda en Lee virtist gagnrýna þá afstöðu á áðurnefndum blaðamannafundi í dag, samkvæmt frétt France24. Lee sagði það spurningu um grunngildi að eitt ríki gæti ekki ráðist inn í annað án afleiðinga. Það þyrfti að foræmda slíkar innrásir. Suður-Afríka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Singapúr Tengdar fréttir Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06 Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Ramaphosa sagðist hafa rætt við forsetana í síma um helgina og þeir hafi báðir samþykkt að taka á móti sendinefnd í Moskvu annars vegar og Kænugarði hins vegar. Auk Ramaphosa verða leiðtogar Sambíu, Senegal, Lýðveldisins Kongó, Úganda og Egyptalands skipa sendinefndina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ramaphosa fór yfir vendingarnar á blaðamannafundi með Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Singapúr, í dag þar sem hann sagði meðal annars að innrásin í Úkraínu hefði komið niður á ríkjum Afríku. Hækkun á verði korns er meðal þess sem hefur komið niður á Afríku. Hann sagði ómögulegt að segja að svo stöddu hvaða árangri þessi fundarhöld gætu skilað en mikilvægt sé að láta á þau reyna. Media Conference #SingaporeInSA https://t.co/ZdzEaY8JVy— Cyril Ramaphosa (@CyrilRamaphosa) May 16, 2023 Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu, eins og um það hvenær fundirnir eiga að fara fram en undirbúningur fyrir þá á að hefjast á næstunni, samkvæmt Ramaphosa. Hann sagðist vonast til þess að fundirnir gætu byrjað sem fyrsti. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu hófust viðræður milli Úkraínumanna og Rússa. Þeim var þó hætt eftir að ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar litu dagsins ljós. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Selenskí hefur síðan þá sagt að Úkraínumenn ætli sér að reka Rússa á brott. Annað fæli eingöngu í sér frekari átök seinna meir og ekki kæmi til greina að yfirgefa úkraínskt fólk í höndum Rússa. Þá hefur Pútín ekki gefið til kynna að hann sé tilbúinn til viðræðna um annað en uppgjöf Úkraínumanna. Sakaðir um að senda Rússum vopn Ramaphosa sagði í gær að yfirvöld í Suður-Afríku, sem hafa ekki fordæmt innrás Rússa, hefðu orðið fyrir miklum þrýstingi um að taka afstöðu vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað yfirvöld í Suður-Afríku um að senda vopn til Rússa eftir að innrásin í Úkraínu hófst, en varnarmálaráðherra Suður-Afríku hefur þvertekið fyrir það. Þá var yfirmaður hers Suður-Afríku í Moskvu í gær, þar sem hann ræddi við ráðamenn um aukna hernaðarsamvinnu milli ríkjanna. Ramaphosa sagði einnig í gær að Suður-Afríka yrði ekki dreginn inn í deilur stórvelda en Lee virtist gagnrýna þá afstöðu á áðurnefndum blaðamannafundi í dag, samkvæmt frétt France24. Lee sagði það spurningu um grunngildi að eitt ríki gæti ekki ráðist inn í annað án afleiðinga. Það þyrfti að foræmda slíkar innrásir.
Suður-Afríka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Singapúr Tengdar fréttir Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06 Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17
Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27
„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17
Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00