Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 11:28 Fjöldi fólks varð innlyksa þegar sjór flæddi upp á land þegar Mocha gekk yfir í Búrma á sunnudag og mánudag. AP/MIlitary True News Information Team Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. Vindhraðinn var um 58 metrar á sekúndu þegar Mocha náði landi nærri bænum Sittew í Búrma síðdegis á sunnudag. Um miðjan dag í gær hafði bylurinn veikst og var þá skilgreindur sem hitabeltislægð. Flóðvatn var þá enn um einn og hálfur metri að dýpt sums staðar. Neyðarástandi var lýst yfir í sautján bæjarfélögum í Rakhine-ríki þar sem stormurinn reif heilu þökin af húsum. Fólk leitaði skjól í klaustrum, musterum og skólum inni í landi. Björgunarsveitir björguðu um þúsund manns sem voru innlyksa vegna sjávarflóða sem náðu á fjórða metra við ströndina. Auk þeirra látnu slösuðust hundruð manna. AP-fréttastofan hefur eftir leiðtoga björgunarsveitar að fólk hafi hörfað upp á húsþök eða efri hæðir. Margir hafi eytt nóttinni uppi á þaki. Íbúar í vestanverðu Rakhine þar sem stór hópur róhingjamúslima býr segja að í það minnsta hundrað manns hafi farist og fjölda annarra sé saknað, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skemmdir á innviðum eru sagðar aftra hjálparstarfi. Ófremdarástand ríkti fyrir í Búrma þar sem stjórnarherinn, sem sölsaði völdin í landinu fyrir tveimur árum, berst við uppreisnarhópa. Manny Muang frá Mannréttindavaktinni segir erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um stöðuna í landinu eftir hamfarirnar. Kona leitar að heillegum eigum sínum í rústum húss síns á Sankti Martins-eyju í Bangladess.AP/Al-emrun Garjon Tók sveig fram hjá stórum flóttamannabúðum Yfirvöld í nágrannaríkinu Bangladess gerðu um hálfri milljón manna að yfirgefa svæði við ströndina áður en bylurinn gekk á land. Sérstaklega hafði verið óttast um afdrif um milljón róhingja sem hafast við í hrörlegum flóttamannabúðum í borginni Cox's Bazar. Mocha fór hins vegar að mestu fram hjá borginni. Engu að síður áætlar þarlendur embættismaður sem AP-fréttastofan ræddi við að um tvö þúsund íbúðarhús hafi eyðilagst og 10.000 til viðbótar skemmst á Sankti Martins-eyju og Teknaf í nágrenni borgarinnar. Enginn hafi farist en á annan tug slasast. Mannúðarstofnanir Sameinuðu þjóðanna höfðu byrgt svæðið af hjálpargögnum áður en stormurinn gekk yfir. Mjanmar Bangladess Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. 14. maí 2023 08:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Vindhraðinn var um 58 metrar á sekúndu þegar Mocha náði landi nærri bænum Sittew í Búrma síðdegis á sunnudag. Um miðjan dag í gær hafði bylurinn veikst og var þá skilgreindur sem hitabeltislægð. Flóðvatn var þá enn um einn og hálfur metri að dýpt sums staðar. Neyðarástandi var lýst yfir í sautján bæjarfélögum í Rakhine-ríki þar sem stormurinn reif heilu þökin af húsum. Fólk leitaði skjól í klaustrum, musterum og skólum inni í landi. Björgunarsveitir björguðu um þúsund manns sem voru innlyksa vegna sjávarflóða sem náðu á fjórða metra við ströndina. Auk þeirra látnu slösuðust hundruð manna. AP-fréttastofan hefur eftir leiðtoga björgunarsveitar að fólk hafi hörfað upp á húsþök eða efri hæðir. Margir hafi eytt nóttinni uppi á þaki. Íbúar í vestanverðu Rakhine þar sem stór hópur róhingjamúslima býr segja að í það minnsta hundrað manns hafi farist og fjölda annarra sé saknað, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skemmdir á innviðum eru sagðar aftra hjálparstarfi. Ófremdarástand ríkti fyrir í Búrma þar sem stjórnarherinn, sem sölsaði völdin í landinu fyrir tveimur árum, berst við uppreisnarhópa. Manny Muang frá Mannréttindavaktinni segir erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um stöðuna í landinu eftir hamfarirnar. Kona leitar að heillegum eigum sínum í rústum húss síns á Sankti Martins-eyju í Bangladess.AP/Al-emrun Garjon Tók sveig fram hjá stórum flóttamannabúðum Yfirvöld í nágrannaríkinu Bangladess gerðu um hálfri milljón manna að yfirgefa svæði við ströndina áður en bylurinn gekk á land. Sérstaklega hafði verið óttast um afdrif um milljón róhingja sem hafast við í hrörlegum flóttamannabúðum í borginni Cox's Bazar. Mocha fór hins vegar að mestu fram hjá borginni. Engu að síður áætlar þarlendur embættismaður sem AP-fréttastofan ræddi við að um tvö þúsund íbúðarhús hafi eyðilagst og 10.000 til viðbótar skemmst á Sankti Martins-eyju og Teknaf í nágrenni borgarinnar. Enginn hafi farist en á annan tug slasast. Mannúðarstofnanir Sameinuðu þjóðanna höfðu byrgt svæðið af hjálpargögnum áður en stormurinn gekk yfir.
Mjanmar Bangladess Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. 14. maí 2023 08:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. 14. maí 2023 08:22