Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 08:08 Stuðningsmenn Receps Erdogan forseta veifa fánum fyrir framan mynd af honum í Istanbúl. Kosið verður til þings og forseta á sunnudag. AP/Emrah Gurel Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum. Skoðanakannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, frambjóðanda kosningabandalags sex stjórnarandstöðuflokka, sé með naumt forskot á Erdogan. Stuðningsmenn hans gera sér vonir um að hann gæti jafnvel náð yfir fimmtíu prósent atkvæða sem þarf til að komast hjá annarri umferð forsetakosninga. Erdogan hefur verið forsætisráðherra og síðar forseti Tyrklands frá 2003 og hefur á þeim tíma sankað að sér völdum. Hann hefur farið létt í gegnum fimm kosningar til þessa og sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Vinsældir forsetans hafa farið dvínandi undanfarin misseri í skugga efnahagsólgu, óðaverðbólgu og óstjórnar. Jarðskjálftinn mannskæði sem varð meira en 50.000 manns að bana í suðurhluta landsins í fyrra sýndi einnig að stjórn Erdogans hefði brugðist í að undirbúa landið fyrir slíkar hamfarir. Flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn er í kosningabandalagi með tveimur þjóðernisflokkum, litlum flokki af vinstri vængnum og flokki íslamista. Kemal Kilicdaroglu og Þjóðarbandalag hans vill vinda ofan af gerræðistilburðum Erdogans forseta.AP/Francisco Seco Vilja taka aftur upp þingræði Mótherji Erdogans, Kilicdaroglu, er 74 ára gamall leiðtogi Lýðveldissinnaða þjóðarflokksins, miðvinstrisinnaðs og veraldlegs flokks sem hefur verið sá stærsti í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Hann er sagður hafa náð að sameina sundurleita stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú. Í svonefndu Þjóðarbandalagi hans eru miðhægriflokkur, þjóðernisflokkur, flokkur íslamsta og tveir klofningsflokkar úr stjórnarflokki Erdogans. Helsta stefnumál bandalagsins er að binda enda á valdatíð Erdogans og leggja af forsetaræðið sem hann kom á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017. Þess í stað vill bandalagið endurvekja þingræði. Auk þess boðar það aukið frelsi og réttindi borgaranna og hefðbundnari efnahagsstefnu en þá sem Erdogan hefur rekið. Tyrkland Tengdar fréttir Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, frambjóðanda kosningabandalags sex stjórnarandstöðuflokka, sé með naumt forskot á Erdogan. Stuðningsmenn hans gera sér vonir um að hann gæti jafnvel náð yfir fimmtíu prósent atkvæða sem þarf til að komast hjá annarri umferð forsetakosninga. Erdogan hefur verið forsætisráðherra og síðar forseti Tyrklands frá 2003 og hefur á þeim tíma sankað að sér völdum. Hann hefur farið létt í gegnum fimm kosningar til þessa og sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Vinsældir forsetans hafa farið dvínandi undanfarin misseri í skugga efnahagsólgu, óðaverðbólgu og óstjórnar. Jarðskjálftinn mannskæði sem varð meira en 50.000 manns að bana í suðurhluta landsins í fyrra sýndi einnig að stjórn Erdogans hefði brugðist í að undirbúa landið fyrir slíkar hamfarir. Flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn er í kosningabandalagi með tveimur þjóðernisflokkum, litlum flokki af vinstri vængnum og flokki íslamista. Kemal Kilicdaroglu og Þjóðarbandalag hans vill vinda ofan af gerræðistilburðum Erdogans forseta.AP/Francisco Seco Vilja taka aftur upp þingræði Mótherji Erdogans, Kilicdaroglu, er 74 ára gamall leiðtogi Lýðveldissinnaða þjóðarflokksins, miðvinstrisinnaðs og veraldlegs flokks sem hefur verið sá stærsti í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Hann er sagður hafa náð að sameina sundurleita stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú. Í svonefndu Þjóðarbandalagi hans eru miðhægriflokkur, þjóðernisflokkur, flokkur íslamsta og tveir klofningsflokkar úr stjórnarflokki Erdogans. Helsta stefnumál bandalagsins er að binda enda á valdatíð Erdogans og leggja af forsetaræðið sem hann kom á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017. Þess í stað vill bandalagið endurvekja þingræði. Auk þess boðar það aukið frelsi og réttindi borgaranna og hefðbundnari efnahagsstefnu en þá sem Erdogan hefur rekið.
Tyrkland Tengdar fréttir Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31