Gæti stefnt Trump þriðja sinni fyrir meiðyrði Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 23:50 Skjáskot úr upptöku af skýrslu sem Donald Trump gaf í tengslum við stefnu E. Jean Carroll á hendur honum vegna kynferðisofbeldis og meiðyrða. AP/Kaplan Hecker & Fink Konan sem hafði sigur gegn Donald Trump í einkamáli vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga í vikunni gæti stefnt honum aftur, nú fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali á CNN í gærkvöldi. Hún segir orð sem Trump viðhafði um hana viðbjóðsleg. Trump fór hörðum orðum um E. Jean Carroll, konuna sem sakaði hann um nauðgun, í sjónvarpsþætti á CNN í gærkvöldi. Dómstóll í New York taldi Trump skaðabótaskyldan fyrir kynferðisofbeldi og meiðyrði um Carroll fyrr í vikunni. Lögmenn Trump tilkynntu í dag að þeir ætluðu að áfrýja. Fyrrverandi forsetinn sagði ásakanir hennar „fals“ og „tilbúna sögu“, afar svipuð ummæli og þau sem hann var dæmdur fyrir. Hann bætti um betur og kallaði Carroll „klikkhaus“ (e. wack job) og uppskar hlátur áhorfenda úr sjónvarpssal sem voru að miklu leyti kjósendur Repúblikanaflokks Trump. Carroll segir New York Times að ummæli Trump hafi verið heimskuleg, viðbjóðsleg og særandi en að hún hefði þó verið móðguð af betra fólki en honum. „Ég er reið fyrir hönd ungra kvenna í Bandaríkjunum. Þær geti ekki hlusta á þessa vitleysu og gamaldags sýn á konur sem er hellisbúaskoðun,“ segir hún. Auk málsins sem Carroll vann á þriðjudag er óútkljáð eldra meiðyrðamál hennar gegn Trump. Það hefur tafist vegna þess að Trump hefur borið fyrir sig að hann njóti friðhelgi geng málsókn vegna þess að hann hafi látið ummæli falla sem forseti Bandaríkjanna. Lögmaður Carroll segir bandaríska blaðinu en engin ákvörðun hafi verið tekin um að höfða enn eitt málið gegn Trump, nú vegna ummælanna á CNN. „Allt kemur til greina, augljóslega, og við verðum að íhuga það alvarlega,“ segir Roberta A. Kaplan, lögmaður Carroll. Hún boðar ákvörðun af eða á fljótt. Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Trump fór hörðum orðum um E. Jean Carroll, konuna sem sakaði hann um nauðgun, í sjónvarpsþætti á CNN í gærkvöldi. Dómstóll í New York taldi Trump skaðabótaskyldan fyrir kynferðisofbeldi og meiðyrði um Carroll fyrr í vikunni. Lögmenn Trump tilkynntu í dag að þeir ætluðu að áfrýja. Fyrrverandi forsetinn sagði ásakanir hennar „fals“ og „tilbúna sögu“, afar svipuð ummæli og þau sem hann var dæmdur fyrir. Hann bætti um betur og kallaði Carroll „klikkhaus“ (e. wack job) og uppskar hlátur áhorfenda úr sjónvarpssal sem voru að miklu leyti kjósendur Repúblikanaflokks Trump. Carroll segir New York Times að ummæli Trump hafi verið heimskuleg, viðbjóðsleg og særandi en að hún hefði þó verið móðguð af betra fólki en honum. „Ég er reið fyrir hönd ungra kvenna í Bandaríkjunum. Þær geti ekki hlusta á þessa vitleysu og gamaldags sýn á konur sem er hellisbúaskoðun,“ segir hún. Auk málsins sem Carroll vann á þriðjudag er óútkljáð eldra meiðyrðamál hennar gegn Trump. Það hefur tafist vegna þess að Trump hefur borið fyrir sig að hann njóti friðhelgi geng málsókn vegna þess að hann hafi látið ummæli falla sem forseti Bandaríkjanna. Lögmaður Carroll segir bandaríska blaðinu en engin ákvörðun hafi verið tekin um að höfða enn eitt málið gegn Trump, nú vegna ummælanna á CNN. „Allt kemur til greina, augljóslega, og við verðum að íhuga það alvarlega,“ segir Roberta A. Kaplan, lögmaður Carroll. Hún boðar ákvörðun af eða á fljótt.
Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42