Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. maí 2023 23:09 Samkynhneigðir og tvíkynhneigðir karlmenn í Bandaríkjunum mega nú gefa blóð að því gefnu að þeir uppfylli ákveðin skilyrði. AP/Lindsey Shuey Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) greindi frá þessari tímamótabreytingu í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að stofnunin sé búin að þróa spurningalista sem feli í sér áhættumat á blóðgjöfum til að minnka líkurnar á HIV-smitum gegnum blóðgjafir. Þessi spurningalisti verði lagður fyrir alla blóðgjafa óháð kyni, kyngervi eða kynhneigð. Í spurningunum er sérstaklega lögð áhersla á það hvort blóðgjafi hafi á undanförnum þremur mánuðum sofið hjá nýjum bólfélaga, fleiri en einum bólfélaga eða hvort hann hafi stundað endaþarmsmök. Þeir sem falla undir þær skilgreiningar fá þá ekki að gefa blóð. Jafnframt fái þeir sem taka lyfið PrEP til að forðast HIV-smit ekki að gefa blóð en það er til að forðast falsneikvæðar niðurstöður í blóðskimunum. Í tilkynningunni segir einnig að þessi nýja stefna byggi á bestu mögulegu vísindarannsóknum og sé í takt við sambærilegar stefnubreytingar í Bretlandi og Kanada. Þessi breyting muni fjölga mögulegum blóðgjöfum án þess að öryggisstaðlar versni. Íslendingar bíða enn eftir breytingum Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem samkynhneigðir karlmenn mega alfarið ekki gefa blóð. Þann 9. september 2021 lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð og varðveislu blóðs í samráðsgátt. Sú breyting fól í sér að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum á grundvelli sjónarmiða á borð við kyn, kynhneigð, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þau breytingardrög fólu jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn yrði kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Áhættusamt kynlíf var þar skilgreint sem það kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Eftir að þau drög voru tilkynnt bárust litlar sem engar fréttir af málinu næstu mánuðina. Það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. nóvember 2022, sem bárust fréttir af breytingum á blóðgjafareglugerðum. Þá svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um breytingar á reglugerð um blóðgjafir sem Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafði borið upp á Alþingi. Í svarinu sagði Willum að það stæði yfir heildarstefnumótun á blóðgjafaþjónustu hérlendis og innifalið í henni væri afnám á frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum frá blóðgjöf. Það virðist þó ekki enn hafa gengið í gegn af því Blóðbankinn vísar karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum enn frá blóðgjöf. Blóðgjöf Heilbrigðismál Hinsegin Mannréttindi Bandaríkin Tengdar fréttir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) greindi frá þessari tímamótabreytingu í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að stofnunin sé búin að þróa spurningalista sem feli í sér áhættumat á blóðgjöfum til að minnka líkurnar á HIV-smitum gegnum blóðgjafir. Þessi spurningalisti verði lagður fyrir alla blóðgjafa óháð kyni, kyngervi eða kynhneigð. Í spurningunum er sérstaklega lögð áhersla á það hvort blóðgjafi hafi á undanförnum þremur mánuðum sofið hjá nýjum bólfélaga, fleiri en einum bólfélaga eða hvort hann hafi stundað endaþarmsmök. Þeir sem falla undir þær skilgreiningar fá þá ekki að gefa blóð. Jafnframt fái þeir sem taka lyfið PrEP til að forðast HIV-smit ekki að gefa blóð en það er til að forðast falsneikvæðar niðurstöður í blóðskimunum. Í tilkynningunni segir einnig að þessi nýja stefna byggi á bestu mögulegu vísindarannsóknum og sé í takt við sambærilegar stefnubreytingar í Bretlandi og Kanada. Þessi breyting muni fjölga mögulegum blóðgjöfum án þess að öryggisstaðlar versni. Íslendingar bíða enn eftir breytingum Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem samkynhneigðir karlmenn mega alfarið ekki gefa blóð. Þann 9. september 2021 lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð og varðveislu blóðs í samráðsgátt. Sú breyting fól í sér að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum á grundvelli sjónarmiða á borð við kyn, kynhneigð, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þau breytingardrög fólu jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn yrði kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Áhættusamt kynlíf var þar skilgreint sem það kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Eftir að þau drög voru tilkynnt bárust litlar sem engar fréttir af málinu næstu mánuðina. Það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. nóvember 2022, sem bárust fréttir af breytingum á blóðgjafareglugerðum. Þá svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um breytingar á reglugerð um blóðgjafir sem Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafði borið upp á Alþingi. Í svarinu sagði Willum að það stæði yfir heildarstefnumótun á blóðgjafaþjónustu hérlendis og innifalið í henni væri afnám á frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum frá blóðgjöf. Það virðist þó ekki enn hafa gengið í gegn af því Blóðbankinn vísar karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum enn frá blóðgjöf.
Blóðgjöf Heilbrigðismál Hinsegin Mannréttindi Bandaríkin Tengdar fréttir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47
Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18