Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfason fylgist með sínu liði í tapleiknum gegn FH í síðasta mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. Einu stig sín til þessa á tímabilinu fékk Stjarnan með 5-4 heimasigri gegn nýliðum HK á heimavelli í hreint ótrúlegum leik í 3. umferð. Liðið hefur hins vegar tapað gegn Víkingi, FH, Val, Breiðabliki og svo Fram í fyrrakvöld. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport Vísir hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, til að vita hvort að staða Ágústs væri enn trygg þrátt fyrir gengið í upphafi tímabils. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þjálfaramál í Garðabæ,“ var það eina sem Helgi hafði að segja. Stjarnan er sem stendur í fallsæti, með þrjú stig eins og botnlið Fylkis, en getur komist upp fyrir KR, Keflavík og ÍBV með því að vinna ÍBV í Garðabæ á laugardaginn. Eftir bikarleik við Keflavík í næstu viku tekur Stjarnan svo á móti Fylki í öðrum mikilvægum slag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu viku ræddu sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport um það að sæti Ágústs væri orðið heitt, og nú hefur tapið gegn Fram bæst við. Ágúst tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni eftir leiktíðina 2021. Stjarnan hafði þá endað í 7. sæti en varð í 5. sæti á síðustu leiktíð. Jökull Elísabetarson hefur verið Ágústi til aðstoðar og eftir síðustu leiktíð framlengdi hann samning sinn við félagið. Samningurinn sem Ágúst gerði við Stjörnuna þegar hann var ráðinn gildir til loka þessa tímabils. Staða Stjörnunnar var rædd í Stúkunni á mánudaginn þar sem Atli Viðar Björnsson sagði frammistöðu liðsins gegn Fram hafa verið sérstaklega mikil vonbrigði: „Við höfum aðeins talað um að byrjunin hjá Stjörnunni sé vonbrigði, sem hún sannarlega er, en ég var tilbúinn að gefa þeim smá afslátt því eftir [fimmtu] umferð voru þeir búnir að spila við Val, Breiðablik, Víking, KR úti [og spútniklið HK]. Þetta var svínsleg byrjun. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er frammistaðan gegn Fram. Það var ekkert sem að benti til að þetta væri lið sem langaði til að spyrna sér við og koma sér af stað inn í mótið,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Atli Viðar um frammistöðu Stjörnunnar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Einu stig sín til þessa á tímabilinu fékk Stjarnan með 5-4 heimasigri gegn nýliðum HK á heimavelli í hreint ótrúlegum leik í 3. umferð. Liðið hefur hins vegar tapað gegn Víkingi, FH, Val, Breiðabliki og svo Fram í fyrrakvöld. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport Vísir hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, til að vita hvort að staða Ágústs væri enn trygg þrátt fyrir gengið í upphafi tímabils. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þjálfaramál í Garðabæ,“ var það eina sem Helgi hafði að segja. Stjarnan er sem stendur í fallsæti, með þrjú stig eins og botnlið Fylkis, en getur komist upp fyrir KR, Keflavík og ÍBV með því að vinna ÍBV í Garðabæ á laugardaginn. Eftir bikarleik við Keflavík í næstu viku tekur Stjarnan svo á móti Fylki í öðrum mikilvægum slag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu viku ræddu sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport um það að sæti Ágústs væri orðið heitt, og nú hefur tapið gegn Fram bæst við. Ágúst tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni eftir leiktíðina 2021. Stjarnan hafði þá endað í 7. sæti en varð í 5. sæti á síðustu leiktíð. Jökull Elísabetarson hefur verið Ágústi til aðstoðar og eftir síðustu leiktíð framlengdi hann samning sinn við félagið. Samningurinn sem Ágúst gerði við Stjörnuna þegar hann var ráðinn gildir til loka þessa tímabils. Staða Stjörnunnar var rædd í Stúkunni á mánudaginn þar sem Atli Viðar Björnsson sagði frammistöðu liðsins gegn Fram hafa verið sérstaklega mikil vonbrigði: „Við höfum aðeins talað um að byrjunin hjá Stjörnunni sé vonbrigði, sem hún sannarlega er, en ég var tilbúinn að gefa þeim smá afslátt því eftir [fimmtu] umferð voru þeir búnir að spila við Val, Breiðablik, Víking, KR úti [og spútniklið HK]. Þetta var svínsleg byrjun. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er frammistaðan gegn Fram. Það var ekkert sem að benti til að þetta væri lið sem langaði til að spyrna sér við og koma sér af stað inn í mótið,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Atli Viðar um frammistöðu Stjörnunnar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann