Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 9. maí 2023 06:30 Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, stendur fyrir framan íbúðabyggingu sem skemmdist í árásum Rússa fyrrinótt. AP Rússar eru sagðir hafa skotið 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt og í morgun, daginn sem þeir minnast sigurs Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni. Í tilkynningu frá Úkraínuher segir að tekist hafi að skjóta niður 23 flauganna, en þess er ekki getið hvar hinar tvær höfnuðu. Fimmtán flaugum var skotið á höfuðborgina Kænugarð og þar varð smávægilegt tjón af völdum braks úr flaugunum þegar þær voru skotnar niður. Talsmaður hersins segir að flaugunum hafi verið skotið frá sprengjuflugvélum Rússa á Kaspíahafi. Árásirnar í nótt koma í kjölfarið á einni stærstu árásarhrinu Rússa frá upphafi stríðs þegar fjölmörgum drónum var beitt auk eldflauga og stórskotaliðs. Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, mætti Kænugarðs í morgun þar sem hún mun funda með Volodímír Selenskí Úkraínuforseta. Good to be back in Kyiv.Where the values we hold dear are defended everyday.So it is such a fitting place to celebrate the day of Europe.I welcome President @ZelenskyyUa's decision to make 9 May Europe Day also here in Ukraine. pic.twitter.com/MEGOEfgyIq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 9, 2023 Viðburðir eru skipulagðir víða um Rússland til að minnast Sigurdagsins í dag, þó að búið sé að aflýsa einhverjum þeirra. Í rússnesku höfuðborginni Moskvu stendur til að halda umfangsmikla hersýningu í tilefni dagsins. Serhiy Popko, talsmaður úkraínska hersins, segir að rússneskar hersveitir væru að reyna að „drepa eins marga og mögulega sé á þessum degi“. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Mest lesið Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Í tilkynningu frá Úkraínuher segir að tekist hafi að skjóta niður 23 flauganna, en þess er ekki getið hvar hinar tvær höfnuðu. Fimmtán flaugum var skotið á höfuðborgina Kænugarð og þar varð smávægilegt tjón af völdum braks úr flaugunum þegar þær voru skotnar niður. Talsmaður hersins segir að flaugunum hafi verið skotið frá sprengjuflugvélum Rússa á Kaspíahafi. Árásirnar í nótt koma í kjölfarið á einni stærstu árásarhrinu Rússa frá upphafi stríðs þegar fjölmörgum drónum var beitt auk eldflauga og stórskotaliðs. Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, mætti Kænugarðs í morgun þar sem hún mun funda með Volodímír Selenskí Úkraínuforseta. Good to be back in Kyiv.Where the values we hold dear are defended everyday.So it is such a fitting place to celebrate the day of Europe.I welcome President @ZelenskyyUa's decision to make 9 May Europe Day also here in Ukraine. pic.twitter.com/MEGOEfgyIq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 9, 2023 Viðburðir eru skipulagðir víða um Rússland til að minnast Sigurdagsins í dag, þó að búið sé að aflýsa einhverjum þeirra. Í rússnesku höfuðborginni Moskvu stendur til að halda umfangsmikla hersýningu í tilefni dagsins. Serhiy Popko, talsmaður úkraínska hersins, segir að rússneskar hersveitir væru að reyna að „drepa eins marga og mögulega sé á þessum degi“.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Mest lesið Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19