Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2023 22:01 Range Rover-bifreiðin sem ekið var inn í hóp förufólks fyrir utan gistiskýli í borginni Brownsville um helgina. AP/Brian Svendsen/NewsNation/KVEO-TV Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. Átta létust og tíu slösuðust alvarlega þegar George Alvarez, 34 ára gamall Texasbúi, ók á átján manns sem sátu á gangstéttarkanti fyri utan flóttamannamiðstöð í bænum Brownsville í gærmorgun. Lögregla telur að Alvarez hafi misst stjórn á Range Rover-jeppa sínum eftir að hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og hafnað á fólkinu. Jeppinn hafi oltið á hliðina og hafnað á fólkinu. Niðurstaðna eiturefnarannsóknar úr Alavarez er enn beðið. Hann reyndi að flýja vettvanginn en vegfarendur höfðu hendur í hári hans og héldu honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Alvarez á sér langa sakaferil. Felix Sauceda, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í dag að Alvarez væri ákærður fyrir átta manndráp og tíu alvarlegar líkamsárásir með banvænu vopni. Sex létust á vettvangi en tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Reuters-fréttastofan hefur eftir Sauceda að ekki hafi verið útilokað að Alvarez hafi ekið á fólkið vísvitandi. Þeir látnu voru allir karlmenn og margir þeirra voru frá Venesúela. Ekki er enn búið að bera kennsl á þá alla. Stjórnvöld í Venesúela krefjast þess að rannsakað verði hvort að um hatursglæp hafi verið að ræða. Forstöðumaður gistiskýlisins fyrir flóttafólk segir að þeir hafi beðið eftir rútu til að komast aftur í miðborg Brownsville þegar Alvarez ók á þá. Skýlið er það eina í bænum sem sinnir þúsundum manna sem koma ólöglega yfir landamærin að Mexíkó og bíða meðferðar fyrir innflytjendadómstólum. Vitni hafa haldið því fram að Alvarez hafi bölvað þeim en Sauceda sagði að það hefði ekki fengist staðfest, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Skammt var stórra högga á milli í Texas um helgina. Byssumaður, sem margt bendir til að hafi verið nýnasískur hægriöfgamaður, skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í borginni Allen nærri Dallas á laugardag. Margir þeirra sem hann skaut voru rómanskamerískir innflytjendur. Búist er við holskeflu förufólks yfir landamærin frá Mexíkó þegar takmörkum á ferðir yfir þau sem giltu í kórónuveirufaraldrinum renna út á fimmtudag. AP segir að margir þeirra sem fara yfir landamærin geri það við Brownsville, rétt norðan við mexíkóska bæinn Matamoros. Uppfært 23:59 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að skotárásin í Allen hefði verið framin sama dag og ekið var á fólkið í Brownsville. Það rétt er að skotárásin var framin daginn áður, á laugardag. Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Átta létust og tíu slösuðust alvarlega þegar George Alvarez, 34 ára gamall Texasbúi, ók á átján manns sem sátu á gangstéttarkanti fyri utan flóttamannamiðstöð í bænum Brownsville í gærmorgun. Lögregla telur að Alvarez hafi misst stjórn á Range Rover-jeppa sínum eftir að hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og hafnað á fólkinu. Jeppinn hafi oltið á hliðina og hafnað á fólkinu. Niðurstaðna eiturefnarannsóknar úr Alavarez er enn beðið. Hann reyndi að flýja vettvanginn en vegfarendur höfðu hendur í hári hans og héldu honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Alvarez á sér langa sakaferil. Felix Sauceda, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í dag að Alvarez væri ákærður fyrir átta manndráp og tíu alvarlegar líkamsárásir með banvænu vopni. Sex létust á vettvangi en tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Reuters-fréttastofan hefur eftir Sauceda að ekki hafi verið útilokað að Alvarez hafi ekið á fólkið vísvitandi. Þeir látnu voru allir karlmenn og margir þeirra voru frá Venesúela. Ekki er enn búið að bera kennsl á þá alla. Stjórnvöld í Venesúela krefjast þess að rannsakað verði hvort að um hatursglæp hafi verið að ræða. Forstöðumaður gistiskýlisins fyrir flóttafólk segir að þeir hafi beðið eftir rútu til að komast aftur í miðborg Brownsville þegar Alvarez ók á þá. Skýlið er það eina í bænum sem sinnir þúsundum manna sem koma ólöglega yfir landamærin að Mexíkó og bíða meðferðar fyrir innflytjendadómstólum. Vitni hafa haldið því fram að Alvarez hafi bölvað þeim en Sauceda sagði að það hefði ekki fengist staðfest, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Skammt var stórra högga á milli í Texas um helgina. Byssumaður, sem margt bendir til að hafi verið nýnasískur hægriöfgamaður, skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í borginni Allen nærri Dallas á laugardag. Margir þeirra sem hann skaut voru rómanskamerískir innflytjendur. Búist er við holskeflu förufólks yfir landamærin frá Mexíkó þegar takmörkum á ferðir yfir þau sem giltu í kórónuveirufaraldrinum renna út á fimmtudag. AP segir að margir þeirra sem fara yfir landamærin geri það við Brownsville, rétt norðan við mexíkóska bæinn Matamoros. Uppfært 23:59 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að skotárásin í Allen hefði verið framin sama dag og ekið var á fólkið í Brownsville. Það rétt er að skotárásin var framin daginn áður, á laugardag.
Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45