Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2023 21:03 Alls kyns myndir og fígúrur af Karli III eru um alla Lundúnaborg. Þarna er engu líkara en konungurinn sjálfur sé mættur á svæðið fyrir utan minjagripaverslun. AP/Vadim Ghirda Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. Þetta verður í fyrsta skipti sem krýning fer fram í Bretlandi í sjötíu ár eða frá því Elísabet II var krýnd árið 1953 aðeins 26 ára gömul en Karl er 74 ára. Búist er við hundruð þúsunda manna komi saman til að fylgjast með för konungshjónanna frá Buckingham höll í fyrramálið að Westminster Abbey dómkirkjunni þar sem athöfnin fer fram. Þúsundir manna hafa nú þegar komið sér fyrir meðfram götum á leiðinni og margir jafnvel tjaldað. Bretar kalla ekki allt ömmu sína þegar konunglegir viðburðir eru annars vegar. Fólk er þegar mætt vel nestað við The Mall breiðgötuna sem liggur frá Buckingham höll í átt að Westminster Abbey.AP/Emilio Morenatti Thomas Darwood frá Essex er einn þeirra sem mættur er á svæðið og segist elska breska konungsveldið. „Ég dáist að Karli konungi og konungsfjölskyldunni. Ég elska þau afar mikið. Ég bið fyrir þeim og ég vona að hann eigi frábæra valdatíð," segir Darwood. Margir koma langt að enda ná vinsældir konungsfjölskyldunnar út fyrir Bretland og jafnvel Samveldið. Angie Lopez frá New York er að láta æskuloforð rætast. „Ég lofaði sjálfri mér því þegar ég var ung stúlka að ég myndi koma í krýninguna þegar að því kæmi. Ég gaf sjálfri mér þetta loforð og hingað er ég komin," segir Lopez. Karl bauð til móttöku í Buckingham höll fyrir erlenda þjóðarleiðtoga og konungborna í dag. Hér heilsar hann upp Maríu krónprinsessu og Friðrik krónprins Danmerkur. Filip Spánarkonungur fylgist með.AP/Jacob King Fjöldi bygginga í Lundúnum og öðrum borgum og bæjum Bretlands hafa verið skreytt í tilefni dagsins og þúsundir skipulagðra götusamkvæma verða víðs vegar um landið. Sumir voru svo heppnir að hitta konunginn sjálfan þegar hann kom heim í Buckingham höll í dag af æfingu í Westminster Abbey. Vel fór á með Prins Albert af Mónakó og Karli konungi í móttökunni í dag.AP/Jacob King Vilhjálmur prins af Wales og Katrín prinsessa ferðuðust með nýrri línu í neðanjarðarlestarkerfi Lundúna í dag sem kennd er við Elísabetu II. Mikið álag verður á almenningssamgöngukerfinu í Bretlandi á morgun og sendu konungshjónin landsmönnum raddskilaboð vegna þess í dag. Karl sagði þau hjónin óska þess að fólk ætti dásamlegan krýningardag. Kamila óskaði öllum á faraldsfæti öruggra og þægilegra ferða. Og Karl endaði á kunnuglegri viðvörun í lestum Bretlands, „Mind the gap“ eða gætið ykkar á bilinu. Karl var í sólskinsskapi þegar hann heilsaði upp á fólk sem bíður krýningarinnar skammt frá Buckingham höll í dag.AP/Toby Melville Íslensku forsetahjónin verða meðal um fjörutíu þjóðarleiðtoga sem verða viðstaddir krýninguna á morgun. Þeirra á meðal eru japönsku keisarahjónin og annað konungborið fólk í Evrópu, Olena Zelenska forsetafrú Úkraínu og forsætisráðherrar og forsetar þeirra 54 ríkja sem tilheyra breska Samveldinu. En Karl er einnig konungur 15 þeirra. Karl verður fertugasti konungurinn eða drottningin til að vera krýndur í Westmister Abbey frá árinu 1066. „Ef ég má setja þetta í samhengi þá hafa á síðustu 200 árum orðið fleiri almyrkvar á sólu en krýningar. Þær hafa bara verið sjö," segir Michael Cole fyrrverandi hirðfréttamaður BBC. Bein útsending verður frá krýningarhátíðinni á Vísi og Stöð 2-Vísi frá klukkan 8:45 í fyrramálið til klukkan um 13:30. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fram fer. Karl III Bretakonungur Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. 5. maí 2023 12:14 Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Þetta verður í fyrsta skipti sem krýning fer fram í Bretlandi í sjötíu ár eða frá því Elísabet II var krýnd árið 1953 aðeins 26 ára gömul en Karl er 74 ára. Búist er við hundruð þúsunda manna komi saman til að fylgjast með för konungshjónanna frá Buckingham höll í fyrramálið að Westminster Abbey dómkirkjunni þar sem athöfnin fer fram. Þúsundir manna hafa nú þegar komið sér fyrir meðfram götum á leiðinni og margir jafnvel tjaldað. Bretar kalla ekki allt ömmu sína þegar konunglegir viðburðir eru annars vegar. Fólk er þegar mætt vel nestað við The Mall breiðgötuna sem liggur frá Buckingham höll í átt að Westminster Abbey.AP/Emilio Morenatti Thomas Darwood frá Essex er einn þeirra sem mættur er á svæðið og segist elska breska konungsveldið. „Ég dáist að Karli konungi og konungsfjölskyldunni. Ég elska þau afar mikið. Ég bið fyrir þeim og ég vona að hann eigi frábæra valdatíð," segir Darwood. Margir koma langt að enda ná vinsældir konungsfjölskyldunnar út fyrir Bretland og jafnvel Samveldið. Angie Lopez frá New York er að láta æskuloforð rætast. „Ég lofaði sjálfri mér því þegar ég var ung stúlka að ég myndi koma í krýninguna þegar að því kæmi. Ég gaf sjálfri mér þetta loforð og hingað er ég komin," segir Lopez. Karl bauð til móttöku í Buckingham höll fyrir erlenda þjóðarleiðtoga og konungborna í dag. Hér heilsar hann upp Maríu krónprinsessu og Friðrik krónprins Danmerkur. Filip Spánarkonungur fylgist með.AP/Jacob King Fjöldi bygginga í Lundúnum og öðrum borgum og bæjum Bretlands hafa verið skreytt í tilefni dagsins og þúsundir skipulagðra götusamkvæma verða víðs vegar um landið. Sumir voru svo heppnir að hitta konunginn sjálfan þegar hann kom heim í Buckingham höll í dag af æfingu í Westminster Abbey. Vel fór á með Prins Albert af Mónakó og Karli konungi í móttökunni í dag.AP/Jacob King Vilhjálmur prins af Wales og Katrín prinsessa ferðuðust með nýrri línu í neðanjarðarlestarkerfi Lundúna í dag sem kennd er við Elísabetu II. Mikið álag verður á almenningssamgöngukerfinu í Bretlandi á morgun og sendu konungshjónin landsmönnum raddskilaboð vegna þess í dag. Karl sagði þau hjónin óska þess að fólk ætti dásamlegan krýningardag. Kamila óskaði öllum á faraldsfæti öruggra og þægilegra ferða. Og Karl endaði á kunnuglegri viðvörun í lestum Bretlands, „Mind the gap“ eða gætið ykkar á bilinu. Karl var í sólskinsskapi þegar hann heilsaði upp á fólk sem bíður krýningarinnar skammt frá Buckingham höll í dag.AP/Toby Melville Íslensku forsetahjónin verða meðal um fjörutíu þjóðarleiðtoga sem verða viðstaddir krýninguna á morgun. Þeirra á meðal eru japönsku keisarahjónin og annað konungborið fólk í Evrópu, Olena Zelenska forsetafrú Úkraínu og forsætisráðherrar og forsetar þeirra 54 ríkja sem tilheyra breska Samveldinu. En Karl er einnig konungur 15 þeirra. Karl verður fertugasti konungurinn eða drottningin til að vera krýndur í Westmister Abbey frá árinu 1066. „Ef ég má setja þetta í samhengi þá hafa á síðustu 200 árum orðið fleiri almyrkvar á sólu en krýningar. Þær hafa bara verið sjö," segir Michael Cole fyrrverandi hirðfréttamaður BBC. Bein útsending verður frá krýningarhátíðinni á Vísi og Stöð 2-Vísi frá klukkan 8:45 í fyrramálið til klukkan um 13:30. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fram fer.
Karl III Bretakonungur Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. 5. maí 2023 12:14 Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. 5. maí 2023 12:14
Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34