Erlent

Blæja ritskoðuð vegna fitusmánunar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stilla úr þættinum „Hreyfing“.
Stilla úr þættinum „Hreyfing“. ABC

Ástralska fjölmiðlafyrirtækið ABC hefur ritskoðað og breytt þætti af Bluey til að bregðast við gagnrýni um fitusmánun. Í þættinum er fjölskyldan á salerninu og pabbi Blæju, eins og hún heitir á íslensku, er að bursta tennurnar og vigta sig.

„Maður lifandi... ég þarf að hreyfa mig,“ segir hann og virðist grípa í bumbuna, ef marka má skjáskot úr þættinum. Undir þetta tekur móðir Blæju. Pabbinn horfir á sig í speglinum og Blæja spyr: „Af hverju gerir þú ekki bara æfingar?“

Þátturinn, sem ber heitið „Hreyfing“ (e. Exercise), var við birtingu gagnrýndur af sérfræðingum á sviði líkamsímyndar. Sögðu þeir hann geta stuðlað að fitufordómum hjá börnum.

Þættinum var þá breytt, þannig að nú hefur upphafsatriðið verið klippt út og þátturinn hefst á pabbanum að gera æfingar á meðan dætur hans, Blæja og Bára, gera þær að leik. Pabbinn fer svo til læknis, sem segir hann í topp formi.

BBC hefur gefið út að ritskoðaða útgáfan verði sýnd á Bretlandseyjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×