„Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 00:37 Alex Freyr Elísson (t.h.) verst hér Adam Ægi Pálssyni í leik Fram og Keflavíkur á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson spilaði sextíu mínútur í 1-6 sigri Vals gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Val sem jafnaði Víking á toppi deildarinnar. „Sigurður Egill var helvíti góður í dag. Ég sætti mig svo sem við eitt mark og eina stoðsendingu á sextíu mínútum. Ef ég hefði spilað aðeins lengur hefði það kannski orðið eitthvað meira. En eitt mark og ein stoðsending er fínt líka,“ sagði Adam Ægir aðspurður hvort hann hefði viljað leggja upp jafn mörg mörk og liðsfélagi hans, Sigurður Egill. Adam Ægir lék við hvern sinn fingur á Würth vellinum í kvöld. „Ég fer nú ekkert að láta Arnar heyra það fyrir að taka mig útaf, það er mikilvægur leikur á sunnudaginn á móti KR, þannig að það er fínt að fá smá hvíld líka,“ sagði Adam. „Byrjunin á tímabilinu gæti ekki verið mikið betri hjá mér, ég er búinn að byrja mjög vel, einn leikur sem var smá off en annars hef ég skorað í hverjum einasta leik. Það er bara frábært, mér líður mjög vel í Val og það endurspeglast inni á vellinum, þetta er bara geggjað,“ sagði Adam. Hann segir að lið Vals hafi slökkt svolítið á sér í seinni hálfleik, í stöðunni 0-4, en að það sé eðlilegt í kjölfar skiptinga sem urðu í hálfleik. „Það er ógeðslega pirrandi að fá á sig mark, en við hefðum getað verið betri í seinni hálfleik, við hleyptum allt of miklu kaosi inn í þetta og við höfum gert það svolítið í síðustu leikjum. Við slökkvum svolítið á okkur í seinni hálfleik, og þurfum að bæta það,“ sagði Adam. Adam Ægir gerði félagsskipti yfir í Val fyrir tímabilið, en hann var stoðsendingakóngur Bestu deildar karla á síðasta tímabili. „Ég setti pressu á mig fyrir mótið að ég myndi slá markametið, en ég er samt ekkert að hugsa út í það. Ég er bara að taka einn leik í einu. Ef við verðum Íslandsmeistarar verð ég bara þvílíkt sáttur. Bara halda áfram á þessari braut. Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik, það væri frábært,“ sagði Adam. Adam var óvenju hógvær eftir leik og talaði óvænt eins og hann væri ekki að spá í eigin mörkum og stoðsendingum. „Ég er ekkert að pæla í stoðsendingum og mörkum. Þegar maður er í Val verður maður bara að vinna titla, sama hversu mörk og assist þú ert með, það er öllum sama. Fyrst og fremst að vinna mótið, en þetta helst náttúrulega allt í hendur,“ sagði Adam. Besta deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Sigurður Egill var helvíti góður í dag. Ég sætti mig svo sem við eitt mark og eina stoðsendingu á sextíu mínútum. Ef ég hefði spilað aðeins lengur hefði það kannski orðið eitthvað meira. En eitt mark og ein stoðsending er fínt líka,“ sagði Adam Ægir aðspurður hvort hann hefði viljað leggja upp jafn mörg mörk og liðsfélagi hans, Sigurður Egill. Adam Ægir lék við hvern sinn fingur á Würth vellinum í kvöld. „Ég fer nú ekkert að láta Arnar heyra það fyrir að taka mig útaf, það er mikilvægur leikur á sunnudaginn á móti KR, þannig að það er fínt að fá smá hvíld líka,“ sagði Adam. „Byrjunin á tímabilinu gæti ekki verið mikið betri hjá mér, ég er búinn að byrja mjög vel, einn leikur sem var smá off en annars hef ég skorað í hverjum einasta leik. Það er bara frábært, mér líður mjög vel í Val og það endurspeglast inni á vellinum, þetta er bara geggjað,“ sagði Adam. Hann segir að lið Vals hafi slökkt svolítið á sér í seinni hálfleik, í stöðunni 0-4, en að það sé eðlilegt í kjölfar skiptinga sem urðu í hálfleik. „Það er ógeðslega pirrandi að fá á sig mark, en við hefðum getað verið betri í seinni hálfleik, við hleyptum allt of miklu kaosi inn í þetta og við höfum gert það svolítið í síðustu leikjum. Við slökkvum svolítið á okkur í seinni hálfleik, og þurfum að bæta það,“ sagði Adam. Adam Ægir gerði félagsskipti yfir í Val fyrir tímabilið, en hann var stoðsendingakóngur Bestu deildar karla á síðasta tímabili. „Ég setti pressu á mig fyrir mótið að ég myndi slá markametið, en ég er samt ekkert að hugsa út í það. Ég er bara að taka einn leik í einu. Ef við verðum Íslandsmeistarar verð ég bara þvílíkt sáttur. Bara halda áfram á þessari braut. Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik, það væri frábært,“ sagði Adam. Adam var óvenju hógvær eftir leik og talaði óvænt eins og hann væri ekki að spá í eigin mörkum og stoðsendingum. „Ég er ekkert að pæla í stoðsendingum og mörkum. Þegar maður er í Val verður maður bara að vinna titla, sama hversu mörk og assist þú ert með, það er öllum sama. Fyrst og fremst að vinna mótið, en þetta helst náttúrulega allt í hendur,“ sagði Adam.
Besta deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10