„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 15:55 Spurningin um meint banatilræði Úkraínumanna á hendur Pútín er sú eina sem Selenskí svaraði á ensku á blaðamannafundinum með leiðtogum Norðurlanda. Vísir/Einar Árnason Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. Þetta er meðal þess sem fram kom á sameiginlegum blaðamannafundi forsetans með leiðtogum Norðurlandanna á blaðamannafundi í Helsinki nú fyrir skemmstu. Þar var Selenskí spurður út í málið. Rússnesk stjórnvöld segja þau úkraínsku bera ábyrgð á tveimur drónum sem flogið var á Kreml í Moskvu í morgun og sprungu í loft upp. Þau segja að um hryðjuverkaárás sé að ræða og áskilja sér rétt til hefnda. „Ég get endurtekið þessi skilaboð og ég vil að þetta sé á kristaltæru,“ sagði Selenskí á fundinum nú síðdegis og var þetta eina spurningin sem hann svaraði á ensku en ekki á úkraínsku. „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu. Við berjumst innan okkar eigin landamæra. Við erum að verja þorpin okkar og borgirnar okkar.“ Segir forsetinn að úkraínsk stjórnvöld hafi einfaldlega ekki úr meira fjármagni að moða. Það hafi því augljóslega ekki verið á færi úkraínskra stjórnvalda að framkvæma þá árás sem framin hafi verið í morgun. „Við réðumst ekki á Pútín og við munum leyfa herdómstólum að úrskurða um þetta.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. 3. maí 2023 15:45 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Erlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi Innlent Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Innlent Launmorð á götum New York Erlent Allar vefmyndavélarnar á einum stað Innlent Fleiri fréttir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á sameiginlegum blaðamannafundi forsetans með leiðtogum Norðurlandanna á blaðamannafundi í Helsinki nú fyrir skemmstu. Þar var Selenskí spurður út í málið. Rússnesk stjórnvöld segja þau úkraínsku bera ábyrgð á tveimur drónum sem flogið var á Kreml í Moskvu í morgun og sprungu í loft upp. Þau segja að um hryðjuverkaárás sé að ræða og áskilja sér rétt til hefnda. „Ég get endurtekið þessi skilaboð og ég vil að þetta sé á kristaltæru,“ sagði Selenskí á fundinum nú síðdegis og var þetta eina spurningin sem hann svaraði á ensku en ekki á úkraínsku. „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu. Við berjumst innan okkar eigin landamæra. Við erum að verja þorpin okkar og borgirnar okkar.“ Segir forsetinn að úkraínsk stjórnvöld hafi einfaldlega ekki úr meira fjármagni að moða. Það hafi því augljóslega ekki verið á færi úkraínskra stjórnvalda að framkvæma þá árás sem framin hafi verið í morgun. „Við réðumst ekki á Pútín og við munum leyfa herdómstólum að úrskurða um þetta.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. 3. maí 2023 15:45 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Erlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi Innlent Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Innlent Launmorð á götum New York Erlent Allar vefmyndavélarnar á einum stað Innlent Fleiri fréttir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Sjá meira
Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. 3. maí 2023 15:45
Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02
Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12