Handtaka fólk sem hylmdi yfir með fjöldamorðingjanum í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 15:54 Francisco Oropeza var leitað í fjóra sólarhringi eftir að hann myrti nágranna sína. Tuga þúsunda dollara verðlaunum var heitið þeim sem gæti veitt upplýsingar um dvalarstað hans. AP/David J. Phillip Lögreglan í Texas handtók í dag nokkra einstaklinga sem eru grunaðir um hjálpa karlmanni sem skaut fimm nágranna sína til bana á föstudag að komast undir réttvísinni í fjóra sólarhringa. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi þar sem hann faldi sig undir þvotti. Francisco Oropeza, 38 ára gamall Mexíkói, er sakaður um að skjóta fimm nágranna sína til bana, þar á meðal ungan dreng, í bænum Cleveland í Texas á föstudag. Hann er sagður hafa skotið á nágranna sína eftir að þeir kvörtuðu undan því að hann héldi vöku fyrir ungu barni þeirra með því að skjóta af árásarriffli. Mikil leit staðar-, ríkis- og alríkislögreglu hófst að Oropeza sem lagði á flótta eftir drápin. Hann fannst loksins undir þvotti í skáp í heimahúsi í bænum Cut and Shoot, um 27 kílómetra vestur af Cleveland í gær. Nafnlaus ábending kom lögreglu á spor hans. Tim Kean, aðstoðarlögreglustjóri í San Jacinto-sýslu, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrir hefðu verið handteknir til viðbótar. Hann skýrði ekki hvernig þeir væru taldir tengast glæp Oropeza, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hver sá sem hjálpaði þessi brjálæðingi á sannarlega við einhver vandamál að stríð að mínu viti,“ sagði Kean. Hann sagði ennfremur að Oropeza þurfi að reiða fram fimm milljónir dollara til þess að fá lausn gegn tryggingu þegar hann kemur fyrir dómara í dag. Það er jafnvirði meira en 680 milljóna króna. Flest fórnarlömbin voru skotin í höfuðið. Þau voru öll upprunalega frá Hondúras en voru ekki öll tengd fjölskylduböndum þrátt fyrir að þau byggju saman. Á meðal þeirra látnu var níu ára gamall drengur og móðir hans á þrítugsaldri. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Francisco Oropeza, 38 ára gamall Mexíkói, er sakaður um að skjóta fimm nágranna sína til bana, þar á meðal ungan dreng, í bænum Cleveland í Texas á föstudag. Hann er sagður hafa skotið á nágranna sína eftir að þeir kvörtuðu undan því að hann héldi vöku fyrir ungu barni þeirra með því að skjóta af árásarriffli. Mikil leit staðar-, ríkis- og alríkislögreglu hófst að Oropeza sem lagði á flótta eftir drápin. Hann fannst loksins undir þvotti í skáp í heimahúsi í bænum Cut and Shoot, um 27 kílómetra vestur af Cleveland í gær. Nafnlaus ábending kom lögreglu á spor hans. Tim Kean, aðstoðarlögreglustjóri í San Jacinto-sýslu, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrir hefðu verið handteknir til viðbótar. Hann skýrði ekki hvernig þeir væru taldir tengast glæp Oropeza, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hver sá sem hjálpaði þessi brjálæðingi á sannarlega við einhver vandamál að stríð að mínu viti,“ sagði Kean. Hann sagði ennfremur að Oropeza þurfi að reiða fram fimm milljónir dollara til þess að fá lausn gegn tryggingu þegar hann kemur fyrir dómara í dag. Það er jafnvirði meira en 680 milljóna króna. Flest fórnarlömbin voru skotin í höfuðið. Þau voru öll upprunalega frá Hondúras en voru ekki öll tengd fjölskylduböndum þrátt fyrir að þau byggju saman. Á meðal þeirra látnu var níu ára gamall drengur og móðir hans á þrítugsaldri.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00