Jóhann Kristinn: Frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis Árni Gísli Magnússon skrifar 1. maí 2023 19:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm Keflavík vann 1-2 útisigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo á 56. mínútu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ekki sáttur við leik síns liðs í dag og kom því bersýnilega á framfæri. „Bara algjör hauskúpuleikur hjá okkur. Liðið var bara mjög ólíkt sjálfu sér og ég er rosalega svekktur út í úrslitin og sjálfan mig eftir þennan leik.” Þór/KA jafnaði leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en eftir það gekk lítið upp. „Ég var að vonast til þess að við næðum að snúa þessu við fyrst við náðum því ekki í fyrri hálfleik að komast inn í leikinn og ég var að vona að þetta myndi kveikna í seinni og það gerði það í smá stund en bara allt hrós á Keflvavík, [Jonathan] Glenn og hans teymi, þau gerðu þetta mjög vel og eiga sigurinn skilið eftir þennan leik. Til hamingju.” Þór/KA var meira með boltann í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega mikið. „Ég held að Glenn sé nú ekki sammála því að þær hafi setið mikið til baka, línan fór nú svolítið hátt hjá þeim, en við vorum klaufar í þessum leik, við brugðumst ekki við og ákvarðanatökur voru ekki nógu góðar og þetta var bara frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis.” „Hugarfar, stress og ástand leikmanna hugarfarslegt var ekki nógu gott og þar verð ég að bera ábyrgð því að þetta er sérstaklega slæmt fyrir framan fullt af fólki sem kom og studdi stelpurnar og þess vegna líður okkur extra illa, ekki bara með að tapa stigum heldur bara hreinlega að hafa brugðist fólkinu á frumsýningu.” Karen María Sigurgeirsdóttir átti að vera í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig út stuttu fyrir leik vegna meiðsla. Þá fékk Ísfold Marý Sigtryggsdóttir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks og fór af velli í hálfleik. Hvernig er staðan á þeim? „Karen var bara við það að togna í læri og eftir að við vorum búin að prófa allt og reyna allt sem við gátum var það ekki áhættunnar virði að láta hana byrja leikinn og það hefði getað farið mjög illa. Ísfold fékk mikið og þungt högg á gagnaugað eða kinnbeinið og bólgnaði illa og er með einkenni sem ollu því að ekki var talið öruggt að halda áfram þannig hún þurfti að hætta. Ég veit ekki alveg stöðuna en ég vona bara að hún verði klár í næsta leik.” Þór/KA sækir ÍBV heim til Eyja í næsta leik. „Við getum alveg verið svekkt og súr núna og eigum að vera það, enginn er ánægður með þetta, við ætluðum ekkert að tapa á heimavelli og það ætlar aldrei neinn að tapa en það þýðir ekkert að taka sér of langan tíma í þetta. Það þarf að rífa sig á lappir og við vorum slegin duglega í gólfið. Nú er það okkar að drattast á fætur og gera þetta almennilega, það er ekkert annað í boði”, sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo á 56. mínútu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ekki sáttur við leik síns liðs í dag og kom því bersýnilega á framfæri. „Bara algjör hauskúpuleikur hjá okkur. Liðið var bara mjög ólíkt sjálfu sér og ég er rosalega svekktur út í úrslitin og sjálfan mig eftir þennan leik.” Þór/KA jafnaði leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en eftir það gekk lítið upp. „Ég var að vonast til þess að við næðum að snúa þessu við fyrst við náðum því ekki í fyrri hálfleik að komast inn í leikinn og ég var að vona að þetta myndi kveikna í seinni og það gerði það í smá stund en bara allt hrós á Keflvavík, [Jonathan] Glenn og hans teymi, þau gerðu þetta mjög vel og eiga sigurinn skilið eftir þennan leik. Til hamingju.” Þór/KA var meira með boltann í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega mikið. „Ég held að Glenn sé nú ekki sammála því að þær hafi setið mikið til baka, línan fór nú svolítið hátt hjá þeim, en við vorum klaufar í þessum leik, við brugðumst ekki við og ákvarðanatökur voru ekki nógu góðar og þetta var bara frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis.” „Hugarfar, stress og ástand leikmanna hugarfarslegt var ekki nógu gott og þar verð ég að bera ábyrgð því að þetta er sérstaklega slæmt fyrir framan fullt af fólki sem kom og studdi stelpurnar og þess vegna líður okkur extra illa, ekki bara með að tapa stigum heldur bara hreinlega að hafa brugðist fólkinu á frumsýningu.” Karen María Sigurgeirsdóttir átti að vera í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig út stuttu fyrir leik vegna meiðsla. Þá fékk Ísfold Marý Sigtryggsdóttir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks og fór af velli í hálfleik. Hvernig er staðan á þeim? „Karen var bara við það að togna í læri og eftir að við vorum búin að prófa allt og reyna allt sem við gátum var það ekki áhættunnar virði að láta hana byrja leikinn og það hefði getað farið mjög illa. Ísfold fékk mikið og þungt högg á gagnaugað eða kinnbeinið og bólgnaði illa og er með einkenni sem ollu því að ekki var talið öruggt að halda áfram þannig hún þurfti að hætta. Ég veit ekki alveg stöðuna en ég vona bara að hún verði klár í næsta leik.” Þór/KA sækir ÍBV heim til Eyja í næsta leik. „Við getum alveg verið svekkt og súr núna og eigum að vera það, enginn er ánægður með þetta, við ætluðum ekkert að tapa á heimavelli og það ætlar aldrei neinn að tapa en það þýðir ekkert að taka sér of langan tíma í þetta. Það þarf að rífa sig á lappir og við vorum slegin duglega í gólfið. Nú er það okkar að drattast á fætur og gera þetta almennilega, það er ekkert annað í boði”, sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira