Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. apríl 2023 19:31 Gareth Bale á HM í Katar. Hann lagði skóna á hilluna að móti loknu en gæti tekið þá fram að nýju. James Williamson/Getty Images Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. Wrexham, eitt umtalaðasta íþróttalið heims um þessar mundir, tryggði sér sæti í ensku D-deildinni um liðna helgi. Uppgangur liðsins síðan Ryan og Rob festu kaup á því hefur verið lygilegur og þeir virðast ætla að nýta það til fullnustu að liðið sé staðsett í Wales. Hinn 33 ára gamli Gareth Bale lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári eftir farsælan feril með Southampton, Tottenham Hotspur, Real Madríd og Los Angeles FC. Þrátt fyrir að hafa eytt miklum tíma á varamannabekk Real Madríd undir lok veru sinnar þar þá var hann einkar sigursæll með liðinu og vann til að mynda spænsku úrvalsdeildina þrívegis og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum. Ofan á það spilaði hann samtals 111 A-landsleiki fyrir Wales, meðal annars á EM og HM. Skoraði hann í þeim 41 mark. Hey @GarethBale11 let s play golf, where I totally won t spend 4 hours trying to convince you to un-retire for one last magical season pic.twitter.com/FZgXZbM4zx— Rob McElhenney (@RMcElhenney) April 25, 2023 Eftir að það varð ljóst að Wrexham væri loks komið upp um deild sendi Bale stutt myndband til Rob þar sem hann óskaði eigandanum til hamingju með að vera kominn upp um deild. Rob greip það á lofti og sagði að þeir ættu endilega að spila golf þar sem Rob myndi eyða fjórum tímum í að reyna sannfæra Bale um að taka fram skóna á ný og spila með Wrexham í eitt stórfenglegt tímabil. Ryan gerði gott betur og bauðst til að raka golfvöll á bakið á Rob myndi Bale ákveða að spila með Wrexham á næstu leiktíð. Ryan dró síðan tilboðið til baka þar sem Rob er ekki nægilega loðinn. Update: after an online image search, it appears Rob does not have the requisite body hair to support this plan.— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 26, 2023 Ben Foster ákvað að rífa fram markmannshanskana af hillunni og hjálpaði Wrexham upp um deild. Hver veit nema Gareth Bale geri slíkt hið sama. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Bale fer vel af stað á PGA Frumraun Gareths Bale á PGA-mótaröðinni fór vel af stað. Hann keppir á Pebble Beach Pro-Am um helgina. 3. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Wrexham, eitt umtalaðasta íþróttalið heims um þessar mundir, tryggði sér sæti í ensku D-deildinni um liðna helgi. Uppgangur liðsins síðan Ryan og Rob festu kaup á því hefur verið lygilegur og þeir virðast ætla að nýta það til fullnustu að liðið sé staðsett í Wales. Hinn 33 ára gamli Gareth Bale lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári eftir farsælan feril með Southampton, Tottenham Hotspur, Real Madríd og Los Angeles FC. Þrátt fyrir að hafa eytt miklum tíma á varamannabekk Real Madríd undir lok veru sinnar þar þá var hann einkar sigursæll með liðinu og vann til að mynda spænsku úrvalsdeildina þrívegis og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum. Ofan á það spilaði hann samtals 111 A-landsleiki fyrir Wales, meðal annars á EM og HM. Skoraði hann í þeim 41 mark. Hey @GarethBale11 let s play golf, where I totally won t spend 4 hours trying to convince you to un-retire for one last magical season pic.twitter.com/FZgXZbM4zx— Rob McElhenney (@RMcElhenney) April 25, 2023 Eftir að það varð ljóst að Wrexham væri loks komið upp um deild sendi Bale stutt myndband til Rob þar sem hann óskaði eigandanum til hamingju með að vera kominn upp um deild. Rob greip það á lofti og sagði að þeir ættu endilega að spila golf þar sem Rob myndi eyða fjórum tímum í að reyna sannfæra Bale um að taka fram skóna á ný og spila með Wrexham í eitt stórfenglegt tímabil. Ryan gerði gott betur og bauðst til að raka golfvöll á bakið á Rob myndi Bale ákveða að spila með Wrexham á næstu leiktíð. Ryan dró síðan tilboðið til baka þar sem Rob er ekki nægilega loðinn. Update: after an online image search, it appears Rob does not have the requisite body hair to support this plan.— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 26, 2023 Ben Foster ákvað að rífa fram markmannshanskana af hillunni og hjálpaði Wrexham upp um deild. Hver veit nema Gareth Bale geri slíkt hið sama.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Bale fer vel af stað á PGA Frumraun Gareths Bale á PGA-mótaröðinni fór vel af stað. Hann keppir á Pebble Beach Pro-Am um helgina. 3. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31
Bale fer vel af stað á PGA Frumraun Gareths Bale á PGA-mótaröðinni fór vel af stað. Hann keppir á Pebble Beach Pro-Am um helgina. 3. febrúar 2023 12:30