Mörkin úr Bestu: Fór boltinn í höndina á Viktori Erni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 11:31 Nær ógerlegt að sjá hvort boltinn fari í hönd, andlit eða bæði. Stöð 2 Sport ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma. Þá vann Valur 3-1 sigur á Fram í Úlfarsárdal. Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Vestmannaeyjar á sunnudag í leit að sínum öðrum sigri á tímabilinu. Á sama tíma voru Eyjamenn á höttunum á eftir sínum fyrsta sigri. Völlurinn fór fram á Hásteinsvelli sem hefur séð betri daga. Heimamenn virtust þó njóta sín ágætlega og kom Halldór Jón Sigurður Þórðarson þeim yfir með skoti af stuttu færi á 39. mínútu leiksins. Blikar létu það ekki á sig fá og jafnaði fyrirliði þeirra, Höskuldur Gunnlaugsson, metin með góðum skalla í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Viktori Erni Margeirssyni er hann henti sér fyrir fyrirgjöf. Víti niðurstaðan og úr því skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson sigurmarkið, lokatölur 2-1. „Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Viktor Örn hafði sömu sögu að segja í spjalli við Fótbolti.net eftir leik. Dæmi hver fyrir sig en sjá má mörkin sem og aðdraganda vítaspyrnunnar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 2-1 Breiðablik Valur heimsótti fyrrum nágranna sína í Fram upp í Úlfarsárdal. Fred kom Fram yfir á 35. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði, einnig úr umdeildri vítaspyrnu, undir lok fyrri hálfleiks. Guðmundur Magnússon fékk tækifæri til að koma Fram yfir á nýjan leik en Frederik Schram varði vítaspyrnu Framherjans í stöðunni 1-1. Varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo tvívegis með stuttu millibili og Valur vann mikilvægan 3-1 sigur. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-3 Valur Þá gerðu KA og Keflavík markalaust jafntefli á Akureyri. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05 „Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsóttu Vestmannaeyjar á sunnudag í leit að sínum öðrum sigri á tímabilinu. Á sama tíma voru Eyjamenn á höttunum á eftir sínum fyrsta sigri. Völlurinn fór fram á Hásteinsvelli sem hefur séð betri daga. Heimamenn virtust þó njóta sín ágætlega og kom Halldór Jón Sigurður Þórðarson þeim yfir með skoti af stuttu færi á 39. mínútu leiksins. Blikar létu það ekki á sig fá og jafnaði fyrirliði þeirra, Höskuldur Gunnlaugsson, metin með góðum skalla í blálok fyrri hálfleiks. Það var svo þegar komnar voru tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Viktori Erni Margeirssyni er hann henti sér fyrir fyrirgjöf. Víti niðurstaðan og úr því skoraði Eiður Aron Sigurbjörnsson sigurmarkið, lokatölur 2-1. „Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leik. Viktor Örn hafði sömu sögu að segja í spjalli við Fótbolti.net eftir leik. Dæmi hver fyrir sig en sjá má mörkin sem og aðdraganda vítaspyrnunnar í spilaranum hér að neðan. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 2-1 Breiðablik Valur heimsótti fyrrum nágranna sína í Fram upp í Úlfarsárdal. Fred kom Fram yfir á 35. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði, einnig úr umdeildri vítaspyrnu, undir lok fyrri hálfleiks. Guðmundur Magnússon fékk tækifæri til að koma Fram yfir á nýjan leik en Frederik Schram varði vítaspyrnu Framherjans í stöðunni 1-1. Varamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði svo tvívegis með stuttu millibili og Valur vann mikilvægan 3-1 sigur. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-3 Valur Þá gerðu KA og Keflavík markalaust jafntefli á Akureyri.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Valur ÍBV Fram Tengdar fréttir Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05 „Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 23. apríl 2023 22:05
„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. 23. apríl 2023 18:54
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó