Veður

Sumarið heilsar með suð­lægri átt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sumarið er komið.
Sumarið er komið. Vísir/Vilhelm

Í dag, sumardaginn fyrsta, verður sunnanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu norðvestantil. Skýjað með köflum og rigning af og til. Búast má við hitastigi frá sjö til fimmtán stigum í dag. 

Í nótt og fyrramálið snýst í norðan kalda eða stinningskalda og það snögg kólnar á norðanverðu landinu. Þar má búast við dálítilli snjókomu eða slyddu fyrri part dags á morgun með hita nálægt frostmarki, en eftir hádegi ætti þó að verða úrkomulítið. Á suður hluta landsins verður yfirleitt þurrt og talsvert hlýrra, hiti 5 til 13 stig yfir daginn, en annað kvöld kólnar þar með stöku skúrum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Snýst í norðan og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu og hiti nálægt frostmarki, en stöku él þar eftir hádegi. Yfirleitt þurrt sunnanlands og hiti 5 til 13 stig yfir daginn, en líkur á dálítilli vætu um kvöldið.

Á laugardag:

Norðaustan og austan 3-10 og skýjað með köflum, en stöku skúrir suðvestantil. Bjartviðri um landið norðvestanvert. Hiti 1 til 7 stig yfir daginn, en í kringum frostmark norðaustanlands.

Á sunnudag:

Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en skúrir eða slydduél á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt norðan- og austantil. Hiti áfram svipaður.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Norðaustlæg átt og líkur á skúrum eða éljum víða um land. Heldur kólnandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×