„Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 11:01 Ólafur Íshólm fór mikinn í marki Fram í sumar. Vísir/HAG Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður Fram, var besti leikmaðurinn í Kórnum í gærkvöldi þegar Fram sótti HK heim í Bestu deildinni. Leikurinn endaði 1-1 en án Ólafs í markinu hefðu heimamenn skorað að minnsta kosti eitt mark í fyrri hálfleik. „Nei ég held ekki. Ég get ekkert svarað þessu. Þetta er liðsíþrótt og ég varði einhverja tvo bolta. Það hjálpaði eitthvað,“ sagði Ólafur, spurður út í hvort hann væri sammála því að hafa verið maður leiksins. Hógværðin svoleiðis lak af Ólafi sem varði að minnsta kosti fimm sinnum frábærlega. Fram átti í erfiðleikum í fyrri hálfleik og voru opnir þegar þeir misstu boltann. „Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik og vorum hræddir. Svo er erfitt að koma hingað inn. Boltinn að fara upp í loftið og boltinn skoppar mikið. Þetta er öðruvísi umhverfi, en heilt yfir þegar við komum út í seinni þá fannst mér við stýra leiknum svolítið og náum forystunni. Svo fáum við þetta mark á okkur, það var helvíti leiðinlegt.“ Delphin Tshiembe meiddist í lok leiks og lá í nokkrar mínútur eftir að hafa skallað Atla Þór Jónasson þegar sá síðarnefndi skallaði á markið. „Mér fannst við allavega vera reyna sækja sigurinn meira en þeir. Svo leystist þetta upp í eitthvað þegar Delphin meiddist þá var þetta bara búið. Það vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung til að klára þetta.“ Ólafur vill meina að Fram þurfi að verjast betur til að ná að snúa jafnteflunum í upphafi móts í sigur. Guðmundur Magnússon framherji hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en í fyrra skoraði hann 17 mörk og var nálægt markakóngstitlinum. „Skora fleiri en við fáum á okkur. Ég held að það sé byrjunin. Við fáum tvö mörk á okkur á móti FH og svo eitt hérna. Þetta eru klaufamörk hjá okkur. Koma í veg fyrir það og halda áfram að skora. Gummi er heitur, það er helvíti gott. Svo er það bara halda áfram. Þetta er betri byrjun en í fyrra þá vorum við með núll stig eftir tvo leiki.“ Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Í leikjum Fram er áherslan oftar en ekki á sóknarleik frekar en varnarleik. „Við erum að sækja á mörgum mönnum og þá eru færri til baka ef við töpum honum. Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn. Þannig ef við hættum að tapa honum klaufalega þá ættum við að snúa þessu í sigra,“ sagði Ólafur. Fram fær fyrrum nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn á miðvikudag þegar liðin mætast í Mjólkurbikarnum klukkan 19:15. Þróttur er í Lengjudeildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
„Nei ég held ekki. Ég get ekkert svarað þessu. Þetta er liðsíþrótt og ég varði einhverja tvo bolta. Það hjálpaði eitthvað,“ sagði Ólafur, spurður út í hvort hann væri sammála því að hafa verið maður leiksins. Hógværðin svoleiðis lak af Ólafi sem varði að minnsta kosti fimm sinnum frábærlega. Fram átti í erfiðleikum í fyrri hálfleik og voru opnir þegar þeir misstu boltann. „Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik og vorum hræddir. Svo er erfitt að koma hingað inn. Boltinn að fara upp í loftið og boltinn skoppar mikið. Þetta er öðruvísi umhverfi, en heilt yfir þegar við komum út í seinni þá fannst mér við stýra leiknum svolítið og náum forystunni. Svo fáum við þetta mark á okkur, það var helvíti leiðinlegt.“ Delphin Tshiembe meiddist í lok leiks og lá í nokkrar mínútur eftir að hafa skallað Atla Þór Jónasson þegar sá síðarnefndi skallaði á markið. „Mér fannst við allavega vera reyna sækja sigurinn meira en þeir. Svo leystist þetta upp í eitthvað þegar Delphin meiddist þá var þetta bara búið. Það vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung til að klára þetta.“ Ólafur vill meina að Fram þurfi að verjast betur til að ná að snúa jafnteflunum í upphafi móts í sigur. Guðmundur Magnússon framherji hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum en í fyrra skoraði hann 17 mörk og var nálægt markakóngstitlinum. „Skora fleiri en við fáum á okkur. Ég held að það sé byrjunin. Við fáum tvö mörk á okkur á móti FH og svo eitt hérna. Þetta eru klaufamörk hjá okkur. Koma í veg fyrir það og halda áfram að skora. Gummi er heitur, það er helvíti gott. Svo er það bara halda áfram. Þetta er betri byrjun en í fyrra þá vorum við með núll stig eftir tvo leiki.“ Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Í leikjum Fram er áherslan oftar en ekki á sóknarleik frekar en varnarleik. „Við erum að sækja á mörgum mönnum og þá eru færri til baka ef við töpum honum. Það er kannski búið að vera bíta okkur í rassinn. Þannig ef við hættum að tapa honum klaufalega þá ættum við að snúa þessu í sigra,“ sagði Ólafur. Fram fær fyrrum nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn á miðvikudag þegar liðin mætast í Mjólkurbikarnum klukkan 19:15. Þróttur er í Lengjudeildinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira