Erlent

Á­tökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Reykjarbólstrar stíga upp frá miðborg Khartoum þar sem hart hefur verið barist síðustu þrjá daga. 
Reykjarbólstrar stíga upp frá miðborg Khartoum þar sem hart hefur verið barist síðustu þrjá daga.  AP Photo/Marwan Ali

Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin.

Í höfuðborginni Khartoum hefur nú verið barist í þrjá daga og um hundrað liggja í valnum og rúmlega þúsund eru særðir en fregnir berast nú af bardögum vítt og breitt um landið. Átökin eru á milli stjórnarhersins og skæruliðasveitar sem kallar sig RSF.

Báðar fylkingarnar hafa lýst því yfir að þær stjórni nú hluta höfuðborgarinnar og í gær náðist samkomulag um stutt vopnahlé svo hægt væri að hlúa að særðum. Læknar í borginni segja ástandið orðið afar erfitt og að bardagarnir komi í veg fyrir að hægt sé að sinna særðum nægilega vel.

Breska ríkisútvarpið segir átökin rakin til mikillar valdabaráttu innan súdanska hersins sem staðið hafi undanfarin misseri. Súdan hefur verið stjórnað af hernum frá því almenningur kom einræðisherranum Omar al-Bashir frá völdum árið 2016. Herforingjarnir hafa hinsvegar verið ósammála um hvernig koma skuli landinu á lýðræðis brautina og þær deilur virðast nú hafa endað í borgarastríði.


Tengdar fréttir

Óljóst hver stjórnar Súdan eftir átök dagsins

Hörð átök brutust út milli súdanska hersins og valdamikils vopnahóps í Kartúm, höfuðborg Súdan, í morgun, hvar íbúar við sprengingar og skothríð. Hermenn hafa barist við meðlimir hóps sem kallast RSF, en óljóst er hver fer með stjórn ríkisins að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×