Fertugur Foster hetja Hollywood-liðsins Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2023 09:00 Markvarsla Foster gæti farið langt með að koma Wrexham upp um deild. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Wrexham, sem er í eigu leikaranna Rob McElhenney og Ryan Reynolds, tók afar stórt skref í átt að sæti í ensku deildarkeppninni með dramatískum 3-2 sigri á Notts County í efstu deild ensku utandeildanna í gær. Ben Foster, fyrrum markvörður Manchester United, var hetjan. Margir þekkja sögu Wrexham á síðustu leiktíð þar sem liðið klúðraði því að komast upp í ensku D-deildina á lokametrunum og tapaði einnig úrslitum FA-bikars neðri deildarliða - enda sú saga rakin í heimildaþáttunum Welcome to Wrexham, sem þeir Reynolds og McElhenney standa að. Aðeins eitt lið kemst beint upp úr E-deildinni og annað fylgir í gegnum umspil, en Wrexham tapaði í undanúrslitum umspilsins í fyrra. Ben Foster, that s the tweet. #WxmAFC | #WXMNOT pic.twitter.com/tdSzmQLZZo— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 10, 2023 Liðið hefur háð harða baráttu við Notts County um toppsætið í allan vetur en frá 1-0 tapi Wrexham fyrir Notts County þann 4. október hafði liðið ekki tapað leik, unnið 23 og gert fimm jafntefli fram í apríl. Þá kom óvænt 3-1 tap fyrir Halifax á föstudaginn var og fór um margan stuðningsmann liðsins, þar sem Notts County jafnaði liðið að stigum á toppnum. Bæði voru með 100 stig, meira en 20 stigum á undan næsta liði, og innbyrðis viðureign fram undan. Staðan var 2-2 þegar Elliott Lee kom Wrexham í forystu á 78. mínútu en þá pressaði Notts-liðið töluvert á lokakaflanum. Notts County uppskar vítaspyrnu sem var dæmd á þá rauðklæddu í uppbótartíma. Þar reyndist hinn fertugi Ben Foster, sem samdi við Wrexham fyrir skemmstu, betri en enginn. Hann varði spyrnuna, tryggði sigur liðsins og er Wrexham nú aðeins sjö stigum frá því að tryggja sér deildartitilinn og sæti í D-deild (ef Notts County tapar ekki stigum á móti). Wrexham er með 103 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir, en á þó leik inni á Notts County sem er með 100 stig í öðru sæti. Tólf stig eru því eftir í pottinum fyrir Wrexham en níu fyrir Notts County. SCENES @Wrexham_AFC's Ben Foster comes up BIG to save @Official_NCFC's last-minute penalty pic.twitter.com/n4ZBSMCrF5— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 10, 2023 Ben Foster lék sem lánsmaður hjá Wrexham frá Stoke City árið 2005 og vakti þar athygli Sir Alex Ferguson með frammistöðum sínum. Manchester United keypti hann frá Stoke og tókst honum að spila tólf deildarleiki fyrir félagið frá 2007 til 2010 eftir að hafa spilað tvær leiktíðir á láni hjá Watford. Hann lék yfir 300 úrvalsdeildarleiki sem markvörður Birmingham, West Bromwich Albion og Watford frá 2010 til vorsins 2022 þegar hann var látinn fara frá föllnu liði Watford eftir að samningur hans rann út. Hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í september eftir að hafa hafnað samningsboði frá Newcastle en tók hanskana af hillunni til að snúa aftur til Wrexham í lok mars eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Margir þekkja sögu Wrexham á síðustu leiktíð þar sem liðið klúðraði því að komast upp í ensku D-deildina á lokametrunum og tapaði einnig úrslitum FA-bikars neðri deildarliða - enda sú saga rakin í heimildaþáttunum Welcome to Wrexham, sem þeir Reynolds og McElhenney standa að. Aðeins eitt lið kemst beint upp úr E-deildinni og annað fylgir í gegnum umspil, en Wrexham tapaði í undanúrslitum umspilsins í fyrra. Ben Foster, that s the tweet. #WxmAFC | #WXMNOT pic.twitter.com/tdSzmQLZZo— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 10, 2023 Liðið hefur háð harða baráttu við Notts County um toppsætið í allan vetur en frá 1-0 tapi Wrexham fyrir Notts County þann 4. október hafði liðið ekki tapað leik, unnið 23 og gert fimm jafntefli fram í apríl. Þá kom óvænt 3-1 tap fyrir Halifax á föstudaginn var og fór um margan stuðningsmann liðsins, þar sem Notts County jafnaði liðið að stigum á toppnum. Bæði voru með 100 stig, meira en 20 stigum á undan næsta liði, og innbyrðis viðureign fram undan. Staðan var 2-2 þegar Elliott Lee kom Wrexham í forystu á 78. mínútu en þá pressaði Notts-liðið töluvert á lokakaflanum. Notts County uppskar vítaspyrnu sem var dæmd á þá rauðklæddu í uppbótartíma. Þar reyndist hinn fertugi Ben Foster, sem samdi við Wrexham fyrir skemmstu, betri en enginn. Hann varði spyrnuna, tryggði sigur liðsins og er Wrexham nú aðeins sjö stigum frá því að tryggja sér deildartitilinn og sæti í D-deild (ef Notts County tapar ekki stigum á móti). Wrexham er með 103 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir, en á þó leik inni á Notts County sem er með 100 stig í öðru sæti. Tólf stig eru því eftir í pottinum fyrir Wrexham en níu fyrir Notts County. SCENES @Wrexham_AFC's Ben Foster comes up BIG to save @Official_NCFC's last-minute penalty pic.twitter.com/n4ZBSMCrF5— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 10, 2023 Ben Foster lék sem lánsmaður hjá Wrexham frá Stoke City árið 2005 og vakti þar athygli Sir Alex Ferguson með frammistöðum sínum. Manchester United keypti hann frá Stoke og tókst honum að spila tólf deildarleiki fyrir félagið frá 2007 til 2010 eftir að hafa spilað tvær leiktíðir á láni hjá Watford. Hann lék yfir 300 úrvalsdeildarleiki sem markvörður Birmingham, West Bromwich Albion og Watford frá 2010 til vorsins 2022 þegar hann var látinn fara frá föllnu liði Watford eftir að samningur hans rann út. Hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í september eftir að hafa hafnað samningsboði frá Newcastle en tók hanskana af hillunni til að snúa aftur til Wrexham í lok mars eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira