Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 06:21 Það kvað við kunnuglegan tón þegar Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída en heimildarmenn úr innsta hring segja forsetann hafa meiri áhyggjur af þróun mála en hann vill gefa upp. AP/Evan Vucci Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. „Ég sit uppi með Trump-hatandi dómara með Trump-hatandi eiginkonu og fjölskyldu hvers dóttir vann fyrir Kamölu Harris,“ kvartaði Donald Trump á samkomu í Mar-a-Lago á Flórída, um það bil sjö klukkustundum eftir að hann var handtekinn og leiddur fyrir dómara í New York. Trump hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot, sem saksóknarinn í málinu segir meðal annars hafa verið ætlað að hylma yfir kosningalagabrot. Brotin varða þrjár peningagreiðslur sem samstarfsmenn Trump áttu milligöng um, til að koma í veg fyrir óheppilegan fréttaflutning rétt fyrir forsetakosningarnar 2016. „Ég hefði aldrei trúað því að nokkuð þessu líkt gæti gerst í Ameríku,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst. Eini glæpurinn sem ég hef framið er að ganga fram óttalaus og verja þjóð okkar frá þeim sem leitast við að tortíma henni.“ Meðal viðstaddra voru Donald Trump Jr. og Eric Trump ásamt eiginkonum og þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene. Trump kallaði saksóknarann Alvin Bragg „glæpamann“ og endurtók ýmsar þreyttar tuggur um stolnar kosningar og meint samsæri. Þá hjólaði hann einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Samkvæmt erlendum miðlum virðist ákæran hins vegar hafa gert Trump órólegan og það fór óvenju lítið fyrir honum þegar hann mætti í dómshúsið á Manhattan í gær. Hann virtist reiður en kaus að tjá sig ekki við blaðamenn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá viðbrögð. Bragg mun á næstu 65 dögum leggja fram öll gögn í málinu gegn Trump, sem margir óttast að sé heldur þunnt. Næsta fyrirtaka er ekki á dagskrá fyrr en 4. desember en í millitíðinni gæti borið til tíðinda af öðrum málum gegn Trump sem nú eru til rannsóknar. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í sama sal og hann gekk að eiga eiginkonu sína. Kosningateymi Trump segir 800 milljónir dala hafa safnast í kosningakistur hans síðustu daga.AP/Rebecca Blackwell Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
„Ég sit uppi með Trump-hatandi dómara með Trump-hatandi eiginkonu og fjölskyldu hvers dóttir vann fyrir Kamölu Harris,“ kvartaði Donald Trump á samkomu í Mar-a-Lago á Flórída, um það bil sjö klukkustundum eftir að hann var handtekinn og leiddur fyrir dómara í New York. Trump hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot, sem saksóknarinn í málinu segir meðal annars hafa verið ætlað að hylma yfir kosningalagabrot. Brotin varða þrjár peningagreiðslur sem samstarfsmenn Trump áttu milligöng um, til að koma í veg fyrir óheppilegan fréttaflutning rétt fyrir forsetakosningarnar 2016. „Ég hefði aldrei trúað því að nokkuð þessu líkt gæti gerst í Ameríku,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst. Eini glæpurinn sem ég hef framið er að ganga fram óttalaus og verja þjóð okkar frá þeim sem leitast við að tortíma henni.“ Meðal viðstaddra voru Donald Trump Jr. og Eric Trump ásamt eiginkonum og þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene. Trump kallaði saksóknarann Alvin Bragg „glæpamann“ og endurtók ýmsar þreyttar tuggur um stolnar kosningar og meint samsæri. Þá hjólaði hann einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Samkvæmt erlendum miðlum virðist ákæran hins vegar hafa gert Trump órólegan og það fór óvenju lítið fyrir honum þegar hann mætti í dómshúsið á Manhattan í gær. Hann virtist reiður en kaus að tjá sig ekki við blaðamenn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá viðbrögð. Bragg mun á næstu 65 dögum leggja fram öll gögn í málinu gegn Trump, sem margir óttast að sé heldur þunnt. Næsta fyrirtaka er ekki á dagskrá fyrr en 4. desember en í millitíðinni gæti borið til tíðinda af öðrum málum gegn Trump sem nú eru til rannsóknar. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í sama sal og hann gekk að eiga eiginkonu sína. Kosningateymi Trump segir 800 milljónir dala hafa safnast í kosningakistur hans síðustu daga.AP/Rebecca Blackwell
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent