Erlent

Bjargaði snjóbrettamanni á kafi í snjó

Árni Sæberg skrifar
Snjóbrettamaðurinn var á bólakafi þegar Francis Zuber kom auga á hann.
Snjóbrettamaðurinn var á bólakafi þegar Francis Zuber kom auga á hann. Skjáskot/Instagram

Skíðamaðurinn Francis Zuber vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann bjargaði snjóbrettamanni sem lent hafði öfugur á kafi í snjó. Hann rambaði fram á manninn fyrir hreina tilviljun og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann ekki gert það.

Zuber var að skíða í skógi á skíðasvæðinu á Baker fjalli í Washingtonfylki í Bandaríkjunum þegar hann rakst á snjóbrettamann sem hafði komið sér í hann krappan. Hann hafði endað öfugur á bólakafi í púðursnjó, sem margir skíða- og snjóbrettamenn sækja í.

Zuber deildi myndbandi af björguninni á Instagramsíðu sinni ásamt varnarorðum til þeirra sem renna sér niður brekkur sér til yndisauka. Myndbandið má sjá hér að neðan.

„Fjöllin skeyta engu um hversu hæfileikaríkur eða vanur þú ert. Þeim er meira að segja sama um hvort að þú og félagar þínir séu að gera allt rétt,“ segir Zuber.

Þá segir hann að snjóbrettamaðurinn hafi verið vel undirbúinn og tilheyrt hópi fólks sem var með allan nauðsynlegan búnað og mikla reynslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×