Íslenski boltinn

Emelía lánuð á Selfoss

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emelía Óskarsdóttir er mikill markaskorari.
Emelía Óskarsdóttir er mikill markaskorari. INSTAGRAM/@KRISTIANSTADSDFF

Selfoss hefur fengið framherjann Emelíu Óskarsdóttur á láni frá Kristianstad út tímabilið.

Emelía, sem er nýorðin sautján ára, er ein efnilegasta fótboltakona Íslands. Hún spilaði fimmtán leiki með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Við erum ákaflega spennt fyrir því að fá Emelíu til liðs við okkur. Það er mikill heiður fyrir okkur á Selfossi að ein okkar efnilegasta knattspyrnukona sjái sér hag í því að koma á Selfoss til að halda áfram að þroska leik sinn og geta svo haldið áfram sínum atvinnumannadraumi. Það er gríðarlega spennandi fyrir okkur sem félag og mig sem þjálfara að fá að taka þátt í þessari vegferð hennar,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, á heimasíðu félagsins. Björn er einmitt fyrrverandi aðstoðarþjálfari Kristianstad og eiginkona hans, Sif Atladóttir, lék lengi með liðinu.

Emelía lék tólf leiki með Gróttu í Lengjudeildinni 2020 og skoraði eitt mark. Í sumar þreytir hún frumraun sína í Bestu deildinni. Emelía hefur leikið 21 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað tíu mörk.

Selfoss sækir ÍBV heim í 1. umferð Bestu deildarinnar þriðjudaginn 25. apríl.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.