Erlent

Trump með 25 prósent for­skot á DeSantis á lands­vísu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ef DeSantis ákveður að bjóða sig fram bíður hans erfitt verkefni; að taka slaginn við Trump án þess að koma sér í ónáðina hjá stuðningsmönnum hans.
Ef DeSantis ákveður að bjóða sig fram bíður hans erfitt verkefni; að taka slaginn við Trump án þess að koma sér í ónáðina hjá stuðningsmönnum hans. epa

Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna.

Mike Pence, sem var varaforseti í forsetatíð Trump, mælist með 7 prósent fylgi á landsvísu og Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuð þjóðirnar, með 5 prósent.

Trump og Haley hafa þegar tilkynnt um framboð en hvorki DeSantis né Pence.

Kannanir sýna að þegar valið stendur á milli tveggja, þeirra Trump og DeSantis, hefur DeSantis 8 prósentu forskot á Trump í Iowa, þar sem forkosningar fara fram í febrúar 2024, og í New Hampshire eru þeir jafnir.

Ef fleiri standa kjósendum úr röðum Repúblikana til boða mælast Trump og DeSantis hins vegar jafnir í Iowa og Trump með 12 prósent forskot í New Hampshire.

Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að möguleikar Trump á því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins aukast því fleiri sem frambjóðendurnir eru. Hann virðist halda sínu fylgi en hinir skipta þeim á milli sín sem hugnast ekki Trump eða eru óákveðnir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×