Erlent

Rússar ráðast í land­flutninga með kjarn­orku­vopn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir ekkert óeðlilegt við áformin.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir ekkert óeðlilegt við áformin. Contributor/Getty Images

Rússar ætla að flytja kjarnorkuvopn yfir til Hvíta-Rússlands. Að minnsta kosti tíu flugvélar verða staðsettar í landinu sem borið geta kjarnaodda.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti áformin í yfirlýsingu í dag. Nú þegar hafa nokkur Iskander-eldflaugakerfi, sem borið geta kjarnaodda, verið flutt yfir til Hvíta Rússlands. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur samþykkt flutninginn.

„Bandaríkjamenn hafa gert þetta í fleiri ár, fært kjarnorkuvopn og geymt þau í vinveittum löndum. Við samþykktum að gera slíkt hið sama, án þess að brjóta neinar skuldbindingar, enda er ekki verið að brjóta bann við notkun kjarnorkuvopna,“ sagði Rússlandsforseti í yfirlýsingu.

Hann bætti við að gert yrði ráð fyrir því að geymslurými yrði tilbúið í Hvíta-Rússlandi fyrir 1. júlí. Guardian greinir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×