Nýtt tilboð komið frá Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 10:27 Marcus Rashford og Bruno Fernandes fagna hér marki fyrir Manchester United sem gæti fengið nýja eigendur von bráðar. Vísir/Getty Sjeik Jassim Al Thani hefur lagt fram nýtt tilboð í Manchester United en fjórir aðilar berjast nú um að kaupa enska stórliðið af Glazer fjölskyldunni. Frestur til að leggja fram tilboð í United rann út á miðvikudagskvöldið en uppi varð fótur og fit þegar í ljós kom að hvorki Sjeik Jassim né Jim Ratcliffe höfðu lagt fram tilboð áður en fresturinn var úti. Fyrirtækið Raine Group sér um söluna á United en samkvæmt BBC fóru bæði Sjeik Jassim og Ratcliffe fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti. BBC telur að atburðarásin hafi skotið stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með Glazer fjölskylduna sem eigendur. Auk Sjeik Jassims og Jim Ratcliffe hafa finnski athafnamaðurinn Thomas Zillacus og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Elliott Management lagt fram tilboð í enska stórliðið en tilboð þeirra síðarnefndu snýst um að kaupa lítinn hluta í félaginu. Elliott Management hefur einnig boðið öðrum tilboðshöfum aðstoð með fjármögnun vegna hugsanlegra kaupa. Hinn finnski Thomas Zillacus vill kaupa helmginshlut í United á móti stuðningsmönnum. Þá hefur hann einnig biðlað til Sjeik Jassims og Ratcliffe að taka höndum saman og tryggja nægilegt fjármagn til leikmannakaupa og enduruppbyggingar Old Trafford. Nú greinir greina breskir miðlar frá því að Sjeik Jassim hafi lagt fram nýtt og betrumbætt tilboð líkt og Ratcliffe gerði á fimmtudagskvöld. Simon Stone, blaðamaður á BBC, segir að Sjeik Jassim og hans fólk sé sannfært um að tilboð þeirra sé það besta fyrir United og samfélagið í heild Second bid from Sheikh Jassim has gone in. Camp remain confident and believe this bid is best one for @ManUtd and local community.— Simon Stone (@sistoney67) March 25, 2023 Talið er að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Frestur til að leggja fram tilboð í United rann út á miðvikudagskvöldið en uppi varð fótur og fit þegar í ljós kom að hvorki Sjeik Jassim né Jim Ratcliffe höfðu lagt fram tilboð áður en fresturinn var úti. Fyrirtækið Raine Group sér um söluna á United en samkvæmt BBC fóru bæði Sjeik Jassim og Ratcliffe fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti. BBC telur að atburðarásin hafi skotið stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með Glazer fjölskylduna sem eigendur. Auk Sjeik Jassims og Jim Ratcliffe hafa finnski athafnamaðurinn Thomas Zillacus og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Elliott Management lagt fram tilboð í enska stórliðið en tilboð þeirra síðarnefndu snýst um að kaupa lítinn hluta í félaginu. Elliott Management hefur einnig boðið öðrum tilboðshöfum aðstoð með fjármögnun vegna hugsanlegra kaupa. Hinn finnski Thomas Zillacus vill kaupa helmginshlut í United á móti stuðningsmönnum. Þá hefur hann einnig biðlað til Sjeik Jassims og Ratcliffe að taka höndum saman og tryggja nægilegt fjármagn til leikmannakaupa og enduruppbyggingar Old Trafford. Nú greinir greina breskir miðlar frá því að Sjeik Jassim hafi lagt fram nýtt og betrumbætt tilboð líkt og Ratcliffe gerði á fimmtudagskvöld. Simon Stone, blaðamaður á BBC, segir að Sjeik Jassim og hans fólk sé sannfært um að tilboð þeirra sé það besta fyrir United og samfélagið í heild Second bid from Sheikh Jassim has gone in. Camp remain confident and believe this bid is best one for @ManUtd and local community.— Simon Stone (@sistoney67) March 25, 2023 Talið er að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira